Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna?

Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nokkurs konar blöðrum og síðar sárum. Veiran berst milli einstaklinga með úðasmiti eða með beinni snertingu, til dæmis snertingu við sprungnar blöðrur.

Hlaupabóla er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn.

Elsta heimild um orðið hlaupabóla á timarit.is er frá 1872 en í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 18. aldar. Í Heilbrigðistíðindum (1, 8) er þetta að finna:

Sá eini kvilli, er hjer hefur býsna-mikil brögð að verið í vetur að leið og í vor, er hlaupabóla, er menn svo kalla.

Enga örugga skýringu hef ég fundið á nafninu en læt mér detta í hug að það skýrist af því hve fljótt hún berst milli manna, nánast eins og hún hlaupi frá einu barni til annars.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.4.2021

Spyrjandi

Martin Swift

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81308.

Guðrún Kvaran. (2021, 16. apríl). Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81308

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81308>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna?

Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nokkurs konar blöðrum og síðar sárum. Veiran berst milli einstaklinga með úðasmiti eða með beinni snertingu, til dæmis snertingu við sprungnar blöðrur.

Hlaupabóla er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn.

Elsta heimild um orðið hlaupabóla á timarit.is er frá 1872 en í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 18. aldar. Í Heilbrigðistíðindum (1, 8) er þetta að finna:

Sá eini kvilli, er hjer hefur býsna-mikil brögð að verið í vetur að leið og í vor, er hlaupabóla, er menn svo kalla.

Enga örugga skýringu hef ég fundið á nafninu en læt mér detta í hug að það skýrist af því hve fljótt hún berst milli manna, nánast eins og hún hlaupi frá einu barni til annars.

Heimildir og mynd:

...