Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers konar steintegund er kléberg?

Sigurður Steinþórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Steintegundinn kléberg, er til einhver skýring eða hvernig steintegund er það?

Í grein sinni „Kléberg á Íslandi“ (1951) segir Kristján Eldjárn að orðið kléberg sé ekki lifandi í íslensku og komi ekki heldur fyrir í fornritum. Ekkert sérstakt heiti hafi þessi steintegund í tungunni annað en tálgusteinn, en það sé jöfnum höndum notað um ýmsar tegundir [erlendra sem] innlendra mjúkra steina.

Nytjasteinn sá sem Kristján kallar kléberg í greininni nefnist á norsku klebersten og á ensku soapstone. Bergið er saman sett einkum úr blöndu af talki og klóríti í mismunandi hlutföllum og myndast við myndbreytingu í rótum fellingafjalla – þess vegna finnst það víða í Noregi og á Grænlandi en ekki á Íslandi.

Hin mikla dómkirkja í Þrándheimi (Niðarósi), sem byggð var á 230 árum frá 1070–1300, er sögð vera gerð úr klébergi, nánar sagt úr talksteini og grænskífu. Talksteinninn er ummyndað perodótít (möttulefni) en grænskífan ummyndað basalt/gabbró.

Dómkirkjan í Niðarósi í Noregi er sögð vera að mestu úr klébergi.

Talk er linast allra steinda (harka = 1) og eins og nafnið tálgusteinn ber með sér, er bergtegundin auðunnin auk þess sem hún er eldföst. Menn hafa því snemma komist upp á að hagnýta hana til ýmissa þarfa, í sökkur (neðan í net), kljásteina (í vefstólum), grýtur (potta), lampa, deiglur, snældusnúða og síðast enn ekki síst til bygginga, samanber fyrrnefnda dómkirkju. En þar sem kléberg er ekki til í náttúru Íslands, hafa menn haft með sér utanlands frá, hluti gerða úr efninu. Þegar hinir stærri hlutir brotnuðu í tímans rás voru aðrir minni gerðir úr brotunum, svo sem víða hefur komið fram í uppgröftum fornleifafræðinga hér á landi.

Tilvísun og mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

31.3.2022

Spyrjandi

Erlendur

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar steintegund er kléberg?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2022. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82327.

Sigurður Steinþórsson. (2022, 31. mars). Hvers konar steintegund er kléberg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82327

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar steintegund er kléberg?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2022. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar steintegund er kléberg?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Steintegundinn kléberg, er til einhver skýring eða hvernig steintegund er það?

Í grein sinni „Kléberg á Íslandi“ (1951) segir Kristján Eldjárn að orðið kléberg sé ekki lifandi í íslensku og komi ekki heldur fyrir í fornritum. Ekkert sérstakt heiti hafi þessi steintegund í tungunni annað en tálgusteinn, en það sé jöfnum höndum notað um ýmsar tegundir [erlendra sem] innlendra mjúkra steina.

Nytjasteinn sá sem Kristján kallar kléberg í greininni nefnist á norsku klebersten og á ensku soapstone. Bergið er saman sett einkum úr blöndu af talki og klóríti í mismunandi hlutföllum og myndast við myndbreytingu í rótum fellingafjalla – þess vegna finnst það víða í Noregi og á Grænlandi en ekki á Íslandi.

Hin mikla dómkirkja í Þrándheimi (Niðarósi), sem byggð var á 230 árum frá 1070–1300, er sögð vera gerð úr klébergi, nánar sagt úr talksteini og grænskífu. Talksteinninn er ummyndað perodótít (möttulefni) en grænskífan ummyndað basalt/gabbró.

Dómkirkjan í Niðarósi í Noregi er sögð vera að mestu úr klébergi.

Talk er linast allra steinda (harka = 1) og eins og nafnið tálgusteinn ber með sér, er bergtegundin auðunnin auk þess sem hún er eldföst. Menn hafa því snemma komist upp á að hagnýta hana til ýmissa þarfa, í sökkur (neðan í net), kljásteina (í vefstólum), grýtur (potta), lampa, deiglur, snældusnúða og síðast enn ekki síst til bygginga, samanber fyrrnefnda dómkirkju. En þar sem kléberg er ekki til í náttúru Íslands, hafa menn haft með sér utanlands frá, hluti gerða úr efninu. Þegar hinir stærri hlutir brotnuðu í tímans rás voru aðrir minni gerðir úr brotunum, svo sem víða hefur komið fram í uppgröftum fornleifafræðinga hér á landi.

Tilvísun og mynd:

...