Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?

JGÞ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk.

Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landbúnaðarins frá árinu 2010.

Skjáskot úr skýrslunni Hagtölur landbúnaðarins 2010. Þar er mannfjöldi á Íslandi árið 1901 gefinn upp sem 78.470.

Heimild skýrsluhöfunda er Hagstofa Íslands, líklega hefur talan verið sótt þangað um það leyti sem skýrslan kom út, það er árið 2010.

Frá og með árinu 1960 áætlaði Hagstofan mannfjölda út frá stöðu þjóðskrár eins og hún stóð 1. desember. Ástæðan var meðal annars sú að skattlagning miðaðist lengi vel við lögheimili manna þann 1. desember. Því var breytt með lögum árið 2005 og upp úr því var hætt að gefa út mannfjöldatölur fyrir 1. desember.

Nú miðast lykiltölur Hagstofu Íslands yfir mannfjölda við 1. janúar hvert ár. Talan sem gefin er upp í skáldsögu Hallgríms kemur þess vegna ekki lengur fyrir í opinberum tölum yfir mannfjölda, hvorki fyrir árið 1901 né 1902.

Yfirlit mannfjölda á Íslandi 1. janúar frá árinu 1735 til 2022. Eins og sést á línuritinu var mannfjöldi í ársbyrjun 1902 78.641.

Opinberar tölur Hagstofunnar um mannfjölda fyrir umrædd tvö áru eru þessar:
  • 78.203 (1. janúar 1901)
  • 78.641 (1. janúar 1902)

Eins og sést á tölunum eykst mannfjöldi á árinu 1901 um 438 eða um 36,5 í hverjum mánuði. Ef talan 78.641 fyrir 1. janúar 1902 er rétt, er afar ólíklegt að mannfjöldi þann 1. desember 1901 hafi verið 78.470. Þá hefðu fæðingar umfram látna í desember árið 1901 þurft að vera 171 sem er langt yfir mánaðarmeðaltali ársins. Því má ætla að talan 78.470 hafi átt við mannfjöldann í annarri viku ágústmánaðar árið 1901.

Heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.5.2022

Spyrjandi

Ingibjörg Ósk Óladóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2022. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83739.

JGÞ. (2022, 27. maí). Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83739

JGÞ. „Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2022. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83739>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk.

Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landbúnaðarins frá árinu 2010.

Skjáskot úr skýrslunni Hagtölur landbúnaðarins 2010. Þar er mannfjöldi á Íslandi árið 1901 gefinn upp sem 78.470.

Heimild skýrsluhöfunda er Hagstofa Íslands, líklega hefur talan verið sótt þangað um það leyti sem skýrslan kom út, það er árið 2010.

Frá og með árinu 1960 áætlaði Hagstofan mannfjölda út frá stöðu þjóðskrár eins og hún stóð 1. desember. Ástæðan var meðal annars sú að skattlagning miðaðist lengi vel við lögheimili manna þann 1. desember. Því var breytt með lögum árið 2005 og upp úr því var hætt að gefa út mannfjöldatölur fyrir 1. desember.

Nú miðast lykiltölur Hagstofu Íslands yfir mannfjölda við 1. janúar hvert ár. Talan sem gefin er upp í skáldsögu Hallgríms kemur þess vegna ekki lengur fyrir í opinberum tölum yfir mannfjölda, hvorki fyrir árið 1901 né 1902.

Yfirlit mannfjölda á Íslandi 1. janúar frá árinu 1735 til 2022. Eins og sést á línuritinu var mannfjöldi í ársbyrjun 1902 78.641.

Opinberar tölur Hagstofunnar um mannfjölda fyrir umrædd tvö áru eru þessar:
  • 78.203 (1. janúar 1901)
  • 78.641 (1. janúar 1902)

Eins og sést á tölunum eykst mannfjöldi á árinu 1901 um 438 eða um 36,5 í hverjum mánuði. Ef talan 78.641 fyrir 1. janúar 1902 er rétt, er afar ólíklegt að mannfjöldi þann 1. desember 1901 hafi verið 78.470. Þá hefðu fæðingar umfram látna í desember árið 1901 þurft að vera 171 sem er langt yfir mánaðarmeðaltali ársins. Því má ætla að talan 78.470 hafi átt við mannfjöldann í annarri viku ágústmánaðar árið 1901.

Heimildir:...