Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?

Ari Páll Kristinsson

Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni:

Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri.

Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „möguleg“ því að spurningunni er erfitt að svara til fulls, allra síst í stuttum pistli. Tvö fyrstu svörin ræði ég dálítið nánar og bæti við fróðleik sem gæti skipt máli. Þótt þriðja og síðasta mögulega svarið (það er að alls ekkert gerist) sé stuttaralegt hér á eftir á það líklega oftast við.

  1. Ef íslenskufræðingar eða aðrir eru beinlínis beðnir um, eða það er í starfslýsingu þeirra, að skipta sér af því hvernig aðrir skrifa þá leiðrétta þeir textann í samræmi við gildandi ritreglur og útskýra (vonandi) ástæður leiðréttinganna ef um það er beðið.

„Íslenskufræðingar“ eru ekki einsleitur hópur. Ég geri ráð fyrir að mörg okkar séu í störfum sínum yfirleitt með hugann við annað en smáatriði í stafsetningu.

Íslenskufræðingum er þó mjög oft trúað fyrir störfum þar sem reynir á trausta þekkingu á stafsetningu og ritreglum. Þar má nefna til dæmis kennslu, ritstjórn, yfirlestur, málfarsráðgjöf og slíkt sem felur í sér að fræða, leiðbeina og framfylgja ritreglum – og leiðréttingar á stafsetningu og greinarmerkjasetningu eru jafnvel beinlínis í starfslýsingunni eða eitt af því sem viðskiptavinir greiða fyrir.

Íslenskufræðingum er mjög oft trúað fyrir störfum þar sem reynir á trausta þekkingu á stafsetningu og ritreglum.

Meðal íslenskufræðinga má finna fólk á mismunandi aldri og staðreyndin er raunar sú að sum okkar halda sig við að skrifa eftir ritvenjum eða þeim reglum sem tíðkuðust einhvern tíma fyrr á árum án tillits til uppfærðra ritreglna; hafa þá annaðhvort ekki hirt um að kynna sér gildandi reglur eða kæra sig ekki um að hlíta þeim út í ystu æsar.

Við getum við hins vegar ekki komist undan því að þekkja nýjustu reglur og beita þeim af öryggi ef okkur er til að mynda falið að kenna stafsetningu í skyldunámi, leiðrétta prófarkir, veita ráðgjöf eða búa til sjálfvirkar leiðréttingar. -- Hvað varðar hið síðastnefnda get ég ekki stillt mig um að nota tækifærið og benda hérna á vefinn yfirlestur.is. Þar má auðveldlega líma inn texta og fá hann leiðréttan ásamt ábendingum og skýringum. Ef texti geymir til dæmis bókstafastrenginn fyrirfram er því skipt upp í samræmi við ritreglurnar, og yfirlestur.is skilar okkur leiðréttum texta með viðeigandi rithætti: fyrir fram.

Það eru sem sé ekki nema sumir úr hópi íslenskufræðinga sem sjá ástæðu til og hafa aðstöðu til „að gera eitthvað“ ef annað fólk fylgir ekki gildandi ritreglum.

Því má ekki heldur gleyma að auk íslenskufræðinga eru vitaskuld fjölmargir aðrir, með ýmiss konar menntun að baki, sem starfa við textafrágang, kennslu á ýmsum skólastigum, gerð leiðréttingartóla og svo framvegis. Þar er því einnig á ferðinni hópur sem gæti haft ástæðu til og aðstöðu til „að gera eitthvað“ í málinu þegar „enginn í landinu“ (eins og það er svo hressilega orðað í spurningunni) fylgir opinberu ritreglunum.

Viðbrögðin eru væntanlega oft fólgin í því að leiðrétta eða leiðbeina um ritreglurnar – og þá ekki síst ef sambandi þess sem ritar og þess sem les yfir er þannig háttað að ætlast sé til afskipta af textanum. Höfundar textanna eru oft ósköp þakklátir fyrir hjálpina. En stundum horfa yfirlesarar þó í gegnum fingur sér með viss atriði. Það er þá helst ef höfundar óska sérstaklega eftir því að texti þeirra víki frá ströngustu reglum einhverra hluta vegna.

Vart þarf að taka fram að ritreglurnar eru ekki lagabókstafur og auk þess er þeim ekki endilega ætlað að gilda um hvað eina sem fólk skrifar. Form, útlit, tilgangur, lesendur, samhengi og svo framvegis hefur hér vitaskuld mikið að segja.

Hvað varðar opinber skjöl, reglugerðir, vefsíður stjórnvalda og mörg önnur ritstýrð ritverk eru gerðar kröfur um samræmt yfirbragð og hluti þeirrar viðleitni er að fylgja samræmdum rithætti og greinarmerkjasetningu, líkt og gert er í þjóðtungum annars staðar.

  1. Ef til stendur í samfélaginu að endurskoða ritreglur kemur sá möguleiki á dagskrá að „gera eitthvað“ annað en að halda fast við fyrri reglur.

Hér kæmu vonandi meðal annars íslenskufræðingar að málum enda hafa sumir úr þeirra röðum verið fengnir í gegnum tíðina til að taka að sér, í umboði stjórnvalda, að gera tillögur um opinberar ritreglur og/eða ganga frá þeim til birtingar.

Stafsetningarreglur um íslensku voru endurskoðaðar síðast árið 2016 en þar áður 1977, 1974 og 1973 (þá var gefin út auglýsing um að hætta að kenna eldri reglur um z). Fræðast má um hinar íslensku ritreglur í frábærri bók Jóhannesar B. Sigtryggssonar, Íslenskri réttritun (2021, í opnum aðgangi).

Breytingarnar árið 2016 voru hlutfallslega sáralitlar frá eldri reglum en snerust helst um lítinn og stóran staf og eitt og tvö orð. Rétt er að taka fram, vegna dæmisins sem spyrjandi tiltók, að eldri reglum um ritun atviksorðasambandsins fyrir fram var ekki breytt í endurskoðuninni 2016; sá ritháttur stendur sem sé á gömlum merg í reglunum.

Þegar farið er yfir eldri ritreglur og athugað hvort ástæða sé til breytinga má ætla að farið sé yfir notkunardæmi úr ritmáli til að vega og meta stöðu mismunandi ritháttartilbrigða. Við það verk eru þó ekki allir textar lagðir að jöfnu. Meðal annars getur skipt máli hvort ætla megi að textarnir séu „almennt rétt ritaðir“, það er að ritmyndirnar, sem horft er sérstaklega til, eigi ekki rætur að rekja til ásláttarvillna eða annarra tilfallandi mistaka sem gætu meðal annars stafað af því að textinn hefði verið skráður og birtur með hraði.

Leitarvél Google slæðir kynstrin öll af alls kyns textum, misgömlum og misjafnlega vel eða illa undirbúnum. Einföld leit á Google getur í sumum tilvikum kallað á að einhverja varnagla þurfi að slá þegar tíðnitölurnar birtast ef ætlunin er að draga ályktanir um hvort endurskoða verði stafsetningarreglur. Til skýringar má taka ritun orðsins verslun. Það er sárasjaldan ritað með z í textum sem fólk sendir frá sér í dag en eins og sjá má hér á eftir verður þess ritháttar samt sem áður nokkuð vart í vefleit með Google.

Samkvæmt Google-leit er rithátturinn verslun „aðeins“ um 7,5 sinnum algengari en rithátturinn verzlun. Myndin er frá árinu 1907 og sýnir Verzlunina Edinborg í Hafnarstræti.

Samkvæmt Google-leit eru dæmin um ritháttinn verzlun 555 þúsund talsins en um ritháttinn verslun um 4 milljónir. Núgildandi ritháttur (verslun) er því „aðeins“ 7,5 sinnum algengari en hinn gamli (verzlun) ef miðað er við niðurstöður af Google. Bráðum verður hálf öld síðan fallið var frá notkun z (verzlun) í opinberri stafsetningu (1973). Fáum dytti í hug að nota niðurstöður Google-vefleitarinnar sem tilefni til að taka það á dagskrá að breyta hinum opinberu reglum til baka, til dæmis þannig að verslun og verzlun yrðu valkvæðar ritmyndir í slíkum reglum, til að mynda með þeim rökum „að u.þ.b. sjöundi hver texti hafi z og því sé greinilegt að mistekist hafi að koma nýjum reglum að fullu í notkun“.

Nú orðið búum við svo vel að teknar hafa verið saman ýmsar tegundir af svonefndum málheildum (e. text corpora) með íslenskum textum sem valdir eru með tilliti til þess gagns sem ætlunin er að hafa af viðkomandi málheild, til dæmis í rannsóknum á orðanotkun eða málfari tiltekinna hópa, formlegu máli og óformlegu, fræðimáli og almennu máli og svo framvegis. Ætla má að svonefnd Risamálheild Árnastofnunar geti komið að góðu gagni við athuganir á þeirri stafsetningu sem fylgt er í reynd í íslensku nútímaritmáli í margs kyns textum sem byggja mætti á. Nýjasta útgáfa Risamálheildarinnar geymir hvorki meira né minna en 2,4 milljarða orða.[1]

Leit í Risamálheildinni (2022) leiðir til dæmis í ljós að rithátturinn verslun sé um 17,5 sinnum algengari en verzlun (92.500 á móti 5.300) í þeim textum sem sú vandaða málheild byggist á. Þetta einfalda dæmi sýnir hvernig Risamálheildin (2022) getur gefið til muna raunsannari mynd en fæst við Google-vefleit, sé horft til texta sem telja mætti verjandi að miða við í endurskoðun ritreglna.

Kveikjan að spurningunni mun hafa verið að í vefleit með Google hefði komið í ljós að rithátturinn fyrirfram væri miklu algengari en fyrir fram þótt hið síðarnefnda sé það sem ritreglur https://ritreglur.arnastofnun.is/ segja til um og gefið er í Íslenskri stafsetningarorðabók https://stafsetning.arnastofnun.is/.

Með hliðsjón af dæminu um verslun hér á undan gæti verið fróðlegt að lokum að bera saman tíðni tilbrigðanna fyrirfram og fyrir fram eftir því hvort leitað er með Google eða í Risamálheildinni. Báðar aðferðirnar benda vissulega til þess að rithátturinn fyrirfram sé algengari í tiltæku ritmáli en niðurstöðurnar eru þó mjög mishagstæðar rithættinum fyrir fram. Google: fyrirfram 1.200.000 dæmi, fyrir fram 245.000 dæmi. Munurinn er 5-faldur. Risamálheildin (2022): fyrirfram 61.000 dæmi, fyrir fram 27.200 dæmi. Munurinn er 2,27-faldur.

  1. Alls ekkert „gerist“ – annað en að textinn, þá eftir atvikum með rithætti sem ekki samræmist reglunum, heldur áfram að lifa sínu lífi, meðal annars á vefnum, og áfram safnast í sarpinn þegar leitarvélar á borð við Google slæða vefinn og tíðni viðkomandi ritháttar eykst í Google-leitum á kostnað þeirrar stafsetningar sem ritreglur mæla fyrir um.

Tilvísun:
  1. ^ Starkaður Barkarson o.fl. 2022. Icelandic Gigaword Corpus (IGC-2022) - annotated version, CLARIN-IS. http://hdl.handle.net/20.500.12537/254.

Myndir:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

25.11.2022

Spyrjandi

Andrés Magnússon

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2022. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83761.

Ari Páll Kristinsson. (2022, 25. nóvember). Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83761

Ari Páll Kristinsson. „Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2022. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83761>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?
Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni:

Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri.

Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „möguleg“ því að spurningunni er erfitt að svara til fulls, allra síst í stuttum pistli. Tvö fyrstu svörin ræði ég dálítið nánar og bæti við fróðleik sem gæti skipt máli. Þótt þriðja og síðasta mögulega svarið (það er að alls ekkert gerist) sé stuttaralegt hér á eftir á það líklega oftast við.

  1. Ef íslenskufræðingar eða aðrir eru beinlínis beðnir um, eða það er í starfslýsingu þeirra, að skipta sér af því hvernig aðrir skrifa þá leiðrétta þeir textann í samræmi við gildandi ritreglur og útskýra (vonandi) ástæður leiðréttinganna ef um það er beðið.

„Íslenskufræðingar“ eru ekki einsleitur hópur. Ég geri ráð fyrir að mörg okkar séu í störfum sínum yfirleitt með hugann við annað en smáatriði í stafsetningu.

Íslenskufræðingum er þó mjög oft trúað fyrir störfum þar sem reynir á trausta þekkingu á stafsetningu og ritreglum. Þar má nefna til dæmis kennslu, ritstjórn, yfirlestur, málfarsráðgjöf og slíkt sem felur í sér að fræða, leiðbeina og framfylgja ritreglum – og leiðréttingar á stafsetningu og greinarmerkjasetningu eru jafnvel beinlínis í starfslýsingunni eða eitt af því sem viðskiptavinir greiða fyrir.

Íslenskufræðingum er mjög oft trúað fyrir störfum þar sem reynir á trausta þekkingu á stafsetningu og ritreglum.

Meðal íslenskufræðinga má finna fólk á mismunandi aldri og staðreyndin er raunar sú að sum okkar halda sig við að skrifa eftir ritvenjum eða þeim reglum sem tíðkuðust einhvern tíma fyrr á árum án tillits til uppfærðra ritreglna; hafa þá annaðhvort ekki hirt um að kynna sér gildandi reglur eða kæra sig ekki um að hlíta þeim út í ystu æsar.

Við getum við hins vegar ekki komist undan því að þekkja nýjustu reglur og beita þeim af öryggi ef okkur er til að mynda falið að kenna stafsetningu í skyldunámi, leiðrétta prófarkir, veita ráðgjöf eða búa til sjálfvirkar leiðréttingar. -- Hvað varðar hið síðastnefnda get ég ekki stillt mig um að nota tækifærið og benda hérna á vefinn yfirlestur.is. Þar má auðveldlega líma inn texta og fá hann leiðréttan ásamt ábendingum og skýringum. Ef texti geymir til dæmis bókstafastrenginn fyrirfram er því skipt upp í samræmi við ritreglurnar, og yfirlestur.is skilar okkur leiðréttum texta með viðeigandi rithætti: fyrir fram.

Það eru sem sé ekki nema sumir úr hópi íslenskufræðinga sem sjá ástæðu til og hafa aðstöðu til „að gera eitthvað“ ef annað fólk fylgir ekki gildandi ritreglum.

Því má ekki heldur gleyma að auk íslenskufræðinga eru vitaskuld fjölmargir aðrir, með ýmiss konar menntun að baki, sem starfa við textafrágang, kennslu á ýmsum skólastigum, gerð leiðréttingartóla og svo framvegis. Þar er því einnig á ferðinni hópur sem gæti haft ástæðu til og aðstöðu til „að gera eitthvað“ í málinu þegar „enginn í landinu“ (eins og það er svo hressilega orðað í spurningunni) fylgir opinberu ritreglunum.

Viðbrögðin eru væntanlega oft fólgin í því að leiðrétta eða leiðbeina um ritreglurnar – og þá ekki síst ef sambandi þess sem ritar og þess sem les yfir er þannig háttað að ætlast sé til afskipta af textanum. Höfundar textanna eru oft ósköp þakklátir fyrir hjálpina. En stundum horfa yfirlesarar þó í gegnum fingur sér með viss atriði. Það er þá helst ef höfundar óska sérstaklega eftir því að texti þeirra víki frá ströngustu reglum einhverra hluta vegna.

Vart þarf að taka fram að ritreglurnar eru ekki lagabókstafur og auk þess er þeim ekki endilega ætlað að gilda um hvað eina sem fólk skrifar. Form, útlit, tilgangur, lesendur, samhengi og svo framvegis hefur hér vitaskuld mikið að segja.

Hvað varðar opinber skjöl, reglugerðir, vefsíður stjórnvalda og mörg önnur ritstýrð ritverk eru gerðar kröfur um samræmt yfirbragð og hluti þeirrar viðleitni er að fylgja samræmdum rithætti og greinarmerkjasetningu, líkt og gert er í þjóðtungum annars staðar.

  1. Ef til stendur í samfélaginu að endurskoða ritreglur kemur sá möguleiki á dagskrá að „gera eitthvað“ annað en að halda fast við fyrri reglur.

Hér kæmu vonandi meðal annars íslenskufræðingar að málum enda hafa sumir úr þeirra röðum verið fengnir í gegnum tíðina til að taka að sér, í umboði stjórnvalda, að gera tillögur um opinberar ritreglur og/eða ganga frá þeim til birtingar.

Stafsetningarreglur um íslensku voru endurskoðaðar síðast árið 2016 en þar áður 1977, 1974 og 1973 (þá var gefin út auglýsing um að hætta að kenna eldri reglur um z). Fræðast má um hinar íslensku ritreglur í frábærri bók Jóhannesar B. Sigtryggssonar, Íslenskri réttritun (2021, í opnum aðgangi).

Breytingarnar árið 2016 voru hlutfallslega sáralitlar frá eldri reglum en snerust helst um lítinn og stóran staf og eitt og tvö orð. Rétt er að taka fram, vegna dæmisins sem spyrjandi tiltók, að eldri reglum um ritun atviksorðasambandsins fyrir fram var ekki breytt í endurskoðuninni 2016; sá ritháttur stendur sem sé á gömlum merg í reglunum.

Þegar farið er yfir eldri ritreglur og athugað hvort ástæða sé til breytinga má ætla að farið sé yfir notkunardæmi úr ritmáli til að vega og meta stöðu mismunandi ritháttartilbrigða. Við það verk eru þó ekki allir textar lagðir að jöfnu. Meðal annars getur skipt máli hvort ætla megi að textarnir séu „almennt rétt ritaðir“, það er að ritmyndirnar, sem horft er sérstaklega til, eigi ekki rætur að rekja til ásláttarvillna eða annarra tilfallandi mistaka sem gætu meðal annars stafað af því að textinn hefði verið skráður og birtur með hraði.

Leitarvél Google slæðir kynstrin öll af alls kyns textum, misgömlum og misjafnlega vel eða illa undirbúnum. Einföld leit á Google getur í sumum tilvikum kallað á að einhverja varnagla þurfi að slá þegar tíðnitölurnar birtast ef ætlunin er að draga ályktanir um hvort endurskoða verði stafsetningarreglur. Til skýringar má taka ritun orðsins verslun. Það er sárasjaldan ritað með z í textum sem fólk sendir frá sér í dag en eins og sjá má hér á eftir verður þess ritháttar samt sem áður nokkuð vart í vefleit með Google.

Samkvæmt Google-leit er rithátturinn verslun „aðeins“ um 7,5 sinnum algengari en rithátturinn verzlun. Myndin er frá árinu 1907 og sýnir Verzlunina Edinborg í Hafnarstræti.

Samkvæmt Google-leit eru dæmin um ritháttinn verzlun 555 þúsund talsins en um ritháttinn verslun um 4 milljónir. Núgildandi ritháttur (verslun) er því „aðeins“ 7,5 sinnum algengari en hinn gamli (verzlun) ef miðað er við niðurstöður af Google. Bráðum verður hálf öld síðan fallið var frá notkun z (verzlun) í opinberri stafsetningu (1973). Fáum dytti í hug að nota niðurstöður Google-vefleitarinnar sem tilefni til að taka það á dagskrá að breyta hinum opinberu reglum til baka, til dæmis þannig að verslun og verzlun yrðu valkvæðar ritmyndir í slíkum reglum, til að mynda með þeim rökum „að u.þ.b. sjöundi hver texti hafi z og því sé greinilegt að mistekist hafi að koma nýjum reglum að fullu í notkun“.

Nú orðið búum við svo vel að teknar hafa verið saman ýmsar tegundir af svonefndum málheildum (e. text corpora) með íslenskum textum sem valdir eru með tilliti til þess gagns sem ætlunin er að hafa af viðkomandi málheild, til dæmis í rannsóknum á orðanotkun eða málfari tiltekinna hópa, formlegu máli og óformlegu, fræðimáli og almennu máli og svo framvegis. Ætla má að svonefnd Risamálheild Árnastofnunar geti komið að góðu gagni við athuganir á þeirri stafsetningu sem fylgt er í reynd í íslensku nútímaritmáli í margs kyns textum sem byggja mætti á. Nýjasta útgáfa Risamálheildarinnar geymir hvorki meira né minna en 2,4 milljarða orða.[1]

Leit í Risamálheildinni (2022) leiðir til dæmis í ljós að rithátturinn verslun sé um 17,5 sinnum algengari en verzlun (92.500 á móti 5.300) í þeim textum sem sú vandaða málheild byggist á. Þetta einfalda dæmi sýnir hvernig Risamálheildin (2022) getur gefið til muna raunsannari mynd en fæst við Google-vefleit, sé horft til texta sem telja mætti verjandi að miða við í endurskoðun ritreglna.

Kveikjan að spurningunni mun hafa verið að í vefleit með Google hefði komið í ljós að rithátturinn fyrirfram væri miklu algengari en fyrir fram þótt hið síðarnefnda sé það sem ritreglur https://ritreglur.arnastofnun.is/ segja til um og gefið er í Íslenskri stafsetningarorðabók https://stafsetning.arnastofnun.is/.

Með hliðsjón af dæminu um verslun hér á undan gæti verið fróðlegt að lokum að bera saman tíðni tilbrigðanna fyrirfram og fyrir fram eftir því hvort leitað er með Google eða í Risamálheildinni. Báðar aðferðirnar benda vissulega til þess að rithátturinn fyrirfram sé algengari í tiltæku ritmáli en niðurstöðurnar eru þó mjög mishagstæðar rithættinum fyrir fram. Google: fyrirfram 1.200.000 dæmi, fyrir fram 245.000 dæmi. Munurinn er 5-faldur. Risamálheildin (2022): fyrirfram 61.000 dæmi, fyrir fram 27.200 dæmi. Munurinn er 2,27-faldur.

  1. Alls ekkert „gerist“ – annað en að textinn, þá eftir atvikum með rithætti sem ekki samræmist reglunum, heldur áfram að lifa sínu lífi, meðal annars á vefnum, og áfram safnast í sarpinn þegar leitarvélar á borð við Google slæða vefinn og tíðni viðkomandi ritháttar eykst í Google-leitum á kostnað þeirrar stafsetningar sem ritreglur mæla fyrir um.

Tilvísun:
  1. ^ Starkaður Barkarson o.fl. 2022. Icelandic Gigaword Corpus (IGC-2022) - annotated version, CLARIN-IS. http://hdl.handle.net/20.500.12537/254.

Myndir:...