Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða

Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705–1779), ritari Árna Magnússonar handritasafnara (1663-1730), tók saman lista yfir stuttnefni sem finna má í handriti með númerinu 432 fol., 339 r. og varðveittur er hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar nefnir hann ekkert stuttnefni fyrir Jón. Í öðrum lista í sama handriti, (432 fol., 341 r. og v. og 342 r.) er við Jón gefið stuttnefnið Jónsi en endingin -si er algeng við myndun stuttnefna, til dæmis Einsi, Gunnsi. Jón Ólafsson virðist því ekki hafa þekkt stuttnefnið Nonni en á hans tímum hét fjórði hver maður í landinu Jón.

Gælnafnið Nonni virðist hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Einn þekktasti Nonni fæddur á þeirri öld er rithöfundurinn Jón Sveinsson (1857-1944), höfundur Nonna-bókanna.

Stuttnefnin Nói og Nóni eru ágætlega þekkt og dæmi um gælandi barnamál. Þaðan er stutt yfir í Nonni. Nefna má enn eitt stuttnefnið en það er Jonni. Nóni og Jonni gætu hafa runnið saman og myndað Nonni. Oft er erfitt að segja með vissu hvernig stuttnefni eru hugsuð eða mynduð en þessi skýring gæti gengið.

Heimild og mynd:

  • Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1991. Nöfn Íslendinga. Formáli eftir Guðrúnu Kvaran. Um gælunöfnin í handriti Jóns Ólafssonar er fjallað á bls. 48–51. Mál og menning, Reykjavík.
  • Mynd: Minjasafnið á Akureyri. (Sótt 4.7.2022).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.8.2022

Spyrjandi

Stefán Pálmarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er Jón oft kallaður Nonni? “ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2022. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83781.

Guðrún Kvaran. (2022, 10. ágúst). Af hverju er Jón oft kallaður Nonni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83781

Guðrún Kvaran. „Af hverju er Jón oft kallaður Nonni? “ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2022. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83781>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða

Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705–1779), ritari Árna Magnússonar handritasafnara (1663-1730), tók saman lista yfir stuttnefni sem finna má í handriti með númerinu 432 fol., 339 r. og varðveittur er hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar nefnir hann ekkert stuttnefni fyrir Jón. Í öðrum lista í sama handriti, (432 fol., 341 r. og v. og 342 r.) er við Jón gefið stuttnefnið Jónsi en endingin -si er algeng við myndun stuttnefna, til dæmis Einsi, Gunnsi. Jón Ólafsson virðist því ekki hafa þekkt stuttnefnið Nonni en á hans tímum hét fjórði hver maður í landinu Jón.

Gælnafnið Nonni virðist hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Einn þekktasti Nonni fæddur á þeirri öld er rithöfundurinn Jón Sveinsson (1857-1944), höfundur Nonna-bókanna.

Stuttnefnin Nói og Nóni eru ágætlega þekkt og dæmi um gælandi barnamál. Þaðan er stutt yfir í Nonni. Nefna má enn eitt stuttnefnið en það er Jonni. Nóni og Jonni gætu hafa runnið saman og myndað Nonni. Oft er erfitt að segja með vissu hvernig stuttnefni eru hugsuð eða mynduð en þessi skýring gæti gengið.

Heimild og mynd:

  • Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1991. Nöfn Íslendinga. Formáli eftir Guðrúnu Kvaran. Um gælunöfnin í handriti Jóns Ólafssonar er fjallað á bls. 48–51. Mál og menning, Reykjavík.
  • Mynd: Minjasafnið á Akureyri. (Sótt 4.7.2022).
...