Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?

Iðunn Jónsdóttir

Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femínismi er í sífelldri þróun í takt við samfélagið.

Í svari við spurningunni Er femínismi það sama og kvenfrelsi? bendir Guðný Gústafsdóttir á að tvö sjónarhorn séu almennt ráðandi meðal femínista. Í fyrsta lagi sú skoðun að kyn og kyngervi séu undirstöðubreytur félagslegs misréttis og í öðru lagi gagnrýni femínista á ríkjandi valdatengsl samfélagsins.

Femínismi er nátengdur jafnréttisstefnu og varð í upphafi til sem ákveðin gagnrýni á jafnréttishugtakið.

Femínismi er nátengdur jafnréttisstefnu og varð í upphafi til sem ákveðin gagnrýni á jafnréttishugtakið. Hann á rætur að rekja til 19. aldar, þegar ljóst þótti að hugmyndir frjálslyndisstefnunnar um jafnrétti náðu alls ekki til allra einstaklinga samfélagsins.

Á Íslandi hefur jafnréttishugtakið lengi verið samofið kynjajafnrétti og fræðafólk hefur notað hugtökin jafnrétti, kynjajafnrétti og femínisma yfir sömu fyrirbærin. Um þetta má meðal annars lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum? Lög um kynjajafnrétti hafa jafnan verið kölluð jafnréttislög og opinberar stofnanir sem vinna að kynjajafnrétti nota jafnréttishugtakið.

Jafnréttishugtakið hefur síðustu ár víkkað töluvert út. Þessi útvíkkun miðar að því að ákveðnar breytur megi ekki vera ástæður félagslegrar mismununar. Auk kyns/kyngervis eru þær kynhneigð, kynþáttur, fötlun, trúarbrögð eða trúleysi, og aldur. Þessar forsendur, líkt og kynjajafnrétti eða femínismi, eru grundvallarforsendur mannréttinda.

Samtvinnun (e. intersectionality) er kenning innan femínismans sem fræðikonan og femínistinn Kimberlé Crenshaw kynnti til sögunnar.

Í þessu samhengi má nefna kenningu innan femínismans sem nefnist samtvinnun (e. intersectionality) sem fræðikonan og femínistinn Kimberlé Crenshaw kynnti til sögunnar. Samtvinnun er notuð til þess að koma auga á það þegar fleiri en ein breyta á borð við þær sem nefndar voru hér að ofan tvinnast saman og valda því að einstaklingur þarf að þola óréttlæti. Crenshaw bendir á að svört kona geti orðið fyrir mismunun sem ekki er hægt að skýra einungis með hliðsjón af kyni hennar eða einungis kynþætti, heldur þarf að líta á það hvernig þessar breytur tvinnast saman. Sömu aðferð má beita á önnur dæmi um einstaklinga sem tilheyra fleiri en einum jaðarsettum hópi.

Heimild og myndir:

Höfundur

Iðunn Jónsdóttir

B.A. í heimspeki

Útgáfudagur

29.7.2020

Spyrjandi

Ásta Ósk Hlöðversdóttir, Eyþór Eiríksson

Tilvísun

Iðunn Jónsdóttir. „Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=9015.

Iðunn Jónsdóttir. (2020, 29. júlí). Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9015

Iðunn Jónsdóttir. „Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9015>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?
Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femínismi er í sífelldri þróun í takt við samfélagið.

Í svari við spurningunni Er femínismi það sama og kvenfrelsi? bendir Guðný Gústafsdóttir á að tvö sjónarhorn séu almennt ráðandi meðal femínista. Í fyrsta lagi sú skoðun að kyn og kyngervi séu undirstöðubreytur félagslegs misréttis og í öðru lagi gagnrýni femínista á ríkjandi valdatengsl samfélagsins.

Femínismi er nátengdur jafnréttisstefnu og varð í upphafi til sem ákveðin gagnrýni á jafnréttishugtakið.

Femínismi er nátengdur jafnréttisstefnu og varð í upphafi til sem ákveðin gagnrýni á jafnréttishugtakið. Hann á rætur að rekja til 19. aldar, þegar ljóst þótti að hugmyndir frjálslyndisstefnunnar um jafnrétti náðu alls ekki til allra einstaklinga samfélagsins.

Á Íslandi hefur jafnréttishugtakið lengi verið samofið kynjajafnrétti og fræðafólk hefur notað hugtökin jafnrétti, kynjajafnrétti og femínisma yfir sömu fyrirbærin. Um þetta má meðal annars lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum? Lög um kynjajafnrétti hafa jafnan verið kölluð jafnréttislög og opinberar stofnanir sem vinna að kynjajafnrétti nota jafnréttishugtakið.

Jafnréttishugtakið hefur síðustu ár víkkað töluvert út. Þessi útvíkkun miðar að því að ákveðnar breytur megi ekki vera ástæður félagslegrar mismununar. Auk kyns/kyngervis eru þær kynhneigð, kynþáttur, fötlun, trúarbrögð eða trúleysi, og aldur. Þessar forsendur, líkt og kynjajafnrétti eða femínismi, eru grundvallarforsendur mannréttinda.

Samtvinnun (e. intersectionality) er kenning innan femínismans sem fræðikonan og femínistinn Kimberlé Crenshaw kynnti til sögunnar.

Í þessu samhengi má nefna kenningu innan femínismans sem nefnist samtvinnun (e. intersectionality) sem fræðikonan og femínistinn Kimberlé Crenshaw kynnti til sögunnar. Samtvinnun er notuð til þess að koma auga á það þegar fleiri en ein breyta á borð við þær sem nefndar voru hér að ofan tvinnast saman og valda því að einstaklingur þarf að þola óréttlæti. Crenshaw bendir á að svört kona geti orðið fyrir mismunun sem ekki er hægt að skýra einungis með hliðsjón af kyni hennar eða einungis kynþætti, heldur þarf að líta á það hvernig þessar breytur tvinnast saman. Sömu aðferð má beita á önnur dæmi um einstaklinga sem tilheyra fleiri en einum jaðarsettum hópi.

Heimild og myndir:...