Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4045 svör fundust
Hvað eru hálfdanarheimtur?
Merking orðsins hálfdanarheimtur er 'slæmar heimtur, léleg skil'. Það virtist vel þekkt um allt land samkvæmt svörum sem bárust við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í ríkisútvarpinu fyrir um fjörutíu árum. Sumir notuðu orðið eingöngu um lélegar heimtur á fé af fjalli, aðrir töldu orðið aðeins notað um dauða hl...
Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?
Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vat...
Hvað eru öreindir?
Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...
Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?
San Marínó er ríki í Appennínafjöllunum á norðanverðum Ítalíuskaga, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke. San Marínó er landlukt sem þýðir að það á hvergi landamæri að sjó og er það umlukið Ítalíu. Landið er með allra minnstu ríkjum heims aðeins 61,2 ferkílómetrar eða örlítið minna en sveitarfélagið Sandger...
Af hverju er sólin gul?
Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta: Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegun...
Hvað er ritskýring?
Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...
Hver er stærsti tannhvalur í heimi?
Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið sta...
Hver er munurinn á asna og múlasna?
Munurinn á asna (Equus africanus asinus) og múlasna er einfaldlega sá að asni er tegund hestdýra en múlasni er blendingur hests og esnu (kvendýr asna). Á ensku nefnast þessi dýr hinny. Múlasni er blendingur hests og esnu. Múlasni líkist venjulega móðurinni að líkamsstærð en er með kröftugan fótaburð og tagl...
Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?
Orðið gengilbeina var upphaflega notað sem ambáttarheit. Í 10. erindi Rígsþulu, sem er eitt Eddu-kvæða, segir: Þar kom at garði gengilbeina, aurr var á iljum, armr sólbrunninn, niðrbjúgt er nef, nefndisk Þír. Þír í síðasta vísuorðinu þekktist í fornu máli í merkingunni ‘ambátt’, skylt þý og þjóna. Í nútím...
Hvers vegna er sóttkví vegna COVID-19 tvær vikur?
Þeir sem sýkjast af COVID-19 eru settir í einangrun og þeir sem þeir hafa umgengist eru settir í sóttkví. Fyrir SARS-CoV-2-veiruna (sem veldur COVID-19-sjúkdómnum) er tíminn frá smitun til sjúkdómseinkenna oftast 2-7 dagar, og talið er að í yfir 99% tilvika komi einkenni fram innan 14 daga, ef einkenni koma fram á...
Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta?
Þessi formgerð í ytri eyrum nokkurra spendýra er hvað mest áberandi hjá köttum en þekkist þó meðal annarra rándýra og kann það að vísa til sameiginlegs uppruna þessara hópa spendýra. Þetta er meðal annars að finna hjá tegundum innan vísluættar (Mustelidae), getur verið áberandi hjá nokkrum afbrigðum hunda og e...
Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?
Upprunalega spurningin var: Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu? Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Mikl...
Hver er uppruni orðsins stúlka?
Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...
Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?
Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ...
Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heitir skyr skyr? Orðið skyr þekkist þegar í fornu máli um sérstakan mjólkurmat. Það virðist hafa verið þunnt og drykkjarhæft og segir frá því á fleiri en einum stað í Íslendingasögum að menn hafi sopið skyr við þorsta. Nú þekkjum við helst skyr búið til úr mjólk...