Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3080 svör fundust
Eru til villtir úlfaldar?
Til úlfalda teljast tvær núlifandi tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus) og hefur tvo hnúða á baki og hin nefnist drómedari (Camelus dromedarius) og er með einn hnúð á baki. Upprunaleg heimkynni drómedara eru í Afríku en þar finnast þeir ekki villtir lengur heldur aðeins tamin dýr. Í dag lifa t...
Hopar Drangajökull ekkert eða mun minna en aðrir jöklar á landinu?
Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins, nú um 145 km2. Hann spannar hæðarbilið frá 140 m y.s. til 920 m y.s. og er miðja þess bils um 530 m y.s. Það er mun lægra en á nokkrum öðrum íslenskum jökli og nýtur Drangajökull vafalaust nálægðar við Grænlandsjökul á einhvern hátt. Leirufjarðarjökull 8. septembe...
Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...
Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?
Segja má að Danir hafi farið með sigur af hólmi í baráttunni um heiðurinn af því að hafa fyrstir þjóða notað rúnir því að margt bendir til að uppruna þeirra sé þar að leita. Allflestar elstu risturnar, sem eru frá seinni hluta 2. aldar, hafa fundist í Suður-Skandinavíu, það er að segja á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni ...
Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?
Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg h...
Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...
Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?
Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur...
Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?
Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...
Hvað þýðir orðið kviklæst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað þýðir orðið kviklæst? Samanber: Hví er hurðin kviklæst? Lýsingarorðið kvikur hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘lifandi, fjörlegur, léttur í hreyfingum’. Þaðan er fenginn fyrri liðurinn kvik- í kviklæstur. Orðið virðist ekki mikið notað á prenti en sjálfri finns...
Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...
Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?
Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...
Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?
Nei, segulpóll og norðurpóll eru ekki sama fyrirbærið. Norðurpóll og suðurpóll eru þeir pólar þar sem jarðmöndullinn eða snúningsásinn sker yfirborð jarðar í norðri og suðri og eru skilgreindir sem breiddargráðurnar 90°N og 90°S. Hreyfingar segulpólsins á norðurheimskautinu. Segulpólarnir sem finnast bæði í ...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...
Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?
Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...
Hvaðan kemur orðið dýflissa?
Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...