Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna fær maður heilakul þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt?
Að finna fyrir verk í enni þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt hefur stundum verið kallað heilakul (e. brain-freeze). Þetta þýðir þó ekki að heilinn sé að kólna, hvað þá frjósa. Líklega væri nærri lagi að kalla þetta frekar íshausverk (e. ice-cream headache) þar sem algengast er að finna fyrir verknum þeg...
Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...
Hver er saga Deildartunguhvers?
Rétt norðan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, handan Reykjadalsár, er Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver í Evrópu, og raunar stundum sagður vatnsmesti hver í heimi þótt erfitt geti verið að sannreyna slíkar fullyrðingar. Hverinn er ekki aðeins merkilegur í jarðfræðilegu tilliti heldur tengist hann sögu jar...
Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum?
Hér er átt við það sem kallað er „download“ á ensku og hefur verið nefnt niðurflutningur í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Orðið er haft um það þegar tölvunotandi sækir gögn út á veraldarvefinn eða alnetið og kemur þeim fyrir í eigin tölvu eða á eigin vinnusvæði. Ástæða þess að íslenskar netveitur rukka sérsta...
Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi?
Orðið hlandbrenndur finnst ekki í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og ekki í Íslenskri orðabók sem gefin var út af Eddu 2002. Aðeins ein heimild var á Tímarit.is í skammargrein í Dagblaðinu Vísi í nóvember 2009 þar sem maður var sagður hafa grenjað eins og hlandbrenndur krakki. Aftur á móti þekkist orðið hlandbrunn...
Hver er munurinn á slöngu og röri?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé ekki að velta fyrir sér lífverunni slöngu heldur hlutnum og muninum á honum og röri. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er rör sagt vera „langt, mjótt og sívalt stykki, holt að innan“ en slanga útskýrð sem „gúmmí- eða plaströr til að leiða vökva eða loft“. Þess má geta að orðið pípa ...
Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim. Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvar...
Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?
Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun. Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur. Svo virðist sem orði...
Til hvers eru tárin?
Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars: Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. ...
Hvað eru meginreglur laga?
Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...
Hvaða spendýr er með minnstu augun?
Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...
Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?
Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...
Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?
Aðeins sex deilitegundur tígrisdýra eru eftir á jörðinni. Þær eru amur-(ussuri)tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) sem stundum er nefnt Síberíu-tígrisdýr, suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis), bengaltígrisdýrið (Panthera tigris tigris), indókínverska tígrisdýrið (Pantera tigris corbetti), ...
Hvernig er daglegt líf geimfara í geimnum?
Í þyngdarleysinu í geimnum verða daglegar athafnir eins og að fara í bað, drekka, borða, hreyfa sig og fara upp í rúm ótrúlega erfiðar. Geimfarar kvarta yfir að vera í þyngdarleysi vegna þess að það gerir þeim erfitt fyrir að vinna vinnuna sína. Hlutir eins og skrúfur og skrúfjárn liggja ekki kyrr heldur fljót...
Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?
Nú á dögum eru framfarir í stjörnufræði gríðarlega hraðar og varla líður dagur án þess að menn uppgötvi eitthvað nýtt. Sífellt berast fréttir um uppgötvanir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur, þannig að hætt er við að þetta svar verði fljótlega úrelt. Nýlegar uppgötvanir eru áhugaverðar að því leyti að v...