Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 774 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað einkennir helst íslenskt nútímamál?

Ef spurt er um einkenni íslensks nútímamáls hlýtur svarið að fara að verulegu leyti eftir því við hvað er miðað. Ef við miðum til dæmis við íslenskt fornmál er mesti munurinn sjálfsagt fólginn í því að orðaforði íslensks nútímamáls er margfalt stærri. Heildarfjöldi mismunandi orða í öllum helstu Íslendingasögum (ú...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?

Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...

category-iconNæringarfræði

Hver fann upp pasta?

Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘. Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talis...

category-iconHugvísindi

Hvað er siðrof?

Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins. Orðið „siðrof“ er notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ (stundum ritað „anomy“ á ensku) sem er komið af grís...

category-iconHeimspeki

Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarvenja í lögfræði?

Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...

category-iconLögfræði

Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?

Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni. Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?

Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...

category-iconHagfræði

Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis? Hvað kostar bílastæði? Hversvegna eru þau gjaldfrjáls? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á ferðavenjur? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á skipulag þéttbýlis? Stundum er sagt að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Það sama gildir...

category-iconLífvísindi: almennt

Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?

Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús? Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs. ...

category-iconHeimspeki

Hvað er réttlæti?

Spurningin um réttlætið – hvað er réttlæti? – er eitt stærsta viðfangsefni heimspekisögunnar. Mannkynið hefur glímt við þessa spurningu frá því að siðmenningin varð til. Raunar er eðlilegt að líta svo á að siðmenning verði einmitt til þegar manneskjurnar taka að skipuleggja samfélag sitt á þann hátt að til staðar ...

category-iconHeimspeki

Hvað er frumspeki?

Frumspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um eðli veruleikans. Á ensku heitir frumspeki metaphysics en það og samsvarandi orð í öðrum málum er komið úr grísku. Þegar ritverk Aristótelesar voru gefin út á 1. öld f. Kr. var bókunum um frumspeki nefnilega gefinn titillinn ta meta ta physika sem merkir „bækurn...

category-iconHeimspeki

Hvað er fyrirbærafræði?

Fyrirbærafræði (e. phenomenology, þ. Phänomenologie) er heimspekistefna sem kom fram á 20. öld og hefur haft ómæld áhrif á iðkun heimspekinnar. Kjarni fyrirbærafræðinnar er rannsókn á gerð mannlegrar vitundar eins og hún birtist frá sjónarhorni fyrstu persónu. Grundvallarformgerð vitundarinnar er í því fólgin að h...

Fleiri niðurstöður