Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 857 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?

Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...

category-iconLæknisfræði

Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Við hönnun og lagningu á íslenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðarhúss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mannvirkið. Upplýsingar um leyfilegar fjarlægðir má meðal annars finna ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?

Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandsey...

category-iconFélagsvísindi almennt

Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Hvenær hætta typpi að stækka? Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu? Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um...

category-iconLandafræði

Hvað er sjávartengd ferðaþjónusta?

Sjávartengd ferðaþjónusta er ferðamennska á eða við sjó. Þessi tegund ferðamennsku er einkar mikilvæg eylöndum þar sem þau eru umlukin sjó og hafið hefur alltaf skipt miklu máli fyrir afkomu, samgöngur og menningu. Maðurinn hefur frá fornu fari leitað til hafs og strandar, ekki bara sér til lífsviðurværis, hel...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?

Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...

category-iconHagfræði

Geta hagfræðingar reiknað út bestu lausnina á samfélagslegum vandamálum?

Hagfræðingar vinna með tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar. Á grundvelli þessara tilgátna hafa verið sett fram stór og mikil kenningakerfi. Í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var miklu púðri eytt í að kanna eiginleika hagkerfis sem byggt væri einstaklingum sem leitast við að hámarka velferð sína (e. utili...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?

Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

category-iconUmhverfismál

Er kjarnorka umhverfisvæn?

Ef miðað er við útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar er kjarnorka betri en flestir ef ekki allir aðrir núverandi orkugjafar. Hins vegar gerir hættan á kjarnorkuslysi og vandamál tengd geymslu geislavirks úrgangs úr kjarnorkuverum svarið við spurningunni flóknara. Ný kjarnorkuver eiga að vera örugg,...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?

Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskar eru bláfiskar?

Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...

Fleiri niðurstöður