Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers konar skáld var William Blake?
Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...
Hvenær og hvernig fannst Langisjór?
Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var ...
Hvað er kulnun í starfi og hvað er helst til ráða?
Hugtakið kulnun í starfi, út-bruni (burn-out) kom fram í kringum árið 1974. Á undanförnum áratugum hefur verið mikil gróska í rannsóknum á kulnun í starfi og margar greinar birst um það efni. Það hefur þó staðið rannsóknum nokkuð fyrir þrifum að kulnun í starfi hefur verið skilgreind á nokkra mismunandi vegu, og e...
Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?
Talið er að hörpudiskur (Chlamys islandica) geti orðið yfir 20 ára gamall hér við land og er hann þá orðinn um 12-14 cm á hæð (breidd disksins). Hörpudiskurinn verður kynþroska við 3-4 ára aldur og er hann þá um 3,5-4 cm. Hörpudiskur er nokkuð algengur í sjónum allt umhverfis Ísland að suðurströndinni undanskil...
Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?
Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðe...
Hvað búa margir í geimförum?
Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma. Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í...
Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?
Þetta er sérstaklega góð spurning og svarið við henni er ein mesta uppgötvun vísindanna fyrr og síðar. Þegar sjónaukar urðu smám saman stærri og betri sáu menn vitaskuld lengra og lengra út í geiminn. Í upphafi 20. aldar var svo komið að menn deildu hart um hvort svonefndar þyrilþokur væru tiltölulega litlar o...
Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?
Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...
Hvernig jórtra dýr?
Jórtrun er eitt best þekkta dæmi um samlífi spendýra (Mammalia) og örvera. Dýr sem jórtra hafa fjórskiptan maga og kallast magahólfin vömb, keppur, laki og vinstur. Þegar jórturdýr bíta gras berst það lítt tuggið niður í vömbina. Þar er fæðan möluð og blandast munnvatni. Jórturdýr framleiða gríðarlegt magn af ...
Hver er yngsta þjóð í heimi?
Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin. Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal...
Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...
Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?
Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...
Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?
Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...
Mun ljósgeisli í kúlulaga speglaherbergi endurkastast endalaust og aldrei slokkna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað mundi gerast ef ljósi yrði lýst inn í herbergi sem væri gert úr speglum að innanverðu og í laginu eins og kúla, mundi ljósið endurvarpast endalaust og aldrei slokkna? Þessi spurning er nátengd spurningunni Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla? Í stutt...
Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?
65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...