Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er hugræn sálfræði?
Með orðunum hugræn sálfræði gæti verið átt við það sem á ensku er kallað cognitive psychology en það hefur verið nefnt vitsmunasálarfræði á íslensku. Það orð gefur sæmilega hugmynd um hvað við er átt en auðvitað væri hægt að gera því betri skil í lengra máli. Einnig gæti verið að spyrjandi sé í rauninni að spy...
Hvað geta skjaldbökur orðið gamlar?
Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hve lengi lifir risaskjaldbakan? kemur fram að risaskjaldbakan er langlífust allra hryggdýra. Þar segir: Elsta skjaldbakan sem heimildir eru um varð að öllum líkindum 152 ára. Heimildum ber þó ekki fyllilega saman um þennan aldur, en risaskjaldbökur hafa ekki verið r...
Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?
Skammstöfunin S.P.Q.R. stendur fyrir Senatus populusque Romanus og þýðir Öldungaráðið og Rómarlýður. Í skammstöfuninni stendur stafurinn Q fyrir samtenginguna –que sem er skeytt aftan við síðara orð af tveimur sem tengja á saman. Orðin populus Romanus – Rómarlýður – vísuðu upphaflega til rómverskra borgara, þ...
Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?
Orðið skor hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‛deild í her Rómverja’ og er sú merking merkt „söguleg“ í Íslenskri orðabók. Frá þessari merkingu er vísast leidd sú notkun að nefna undirdeildir í skólum, einkum háskólum, skorir. Þá er um að ræða þann hluta háskóladeildar sem er saman um námsgreinar, ...
Hvað er teflon?
Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...
Hvernig voru logratöflur búnar til fyrir daga tölvunnar?
Bæði í verkum síðmiðalda og í verkum Arkímedesar (287 – 212 f. Kr.) má sjá þess merki að menn hafa tekið eftir því að samlagning veldisvísa tiltekinnar tölu, til dæmis 2, samsvarar margföldun talnanna. Dæmi um það gæti til dæmis verið 25·27 = 32·128 = 4096, en einnig mætti reikna 25·27 = 25+7 = 212 = 4096. Margfö...
Hvernig flokkast hvíthákarlinn?
Fáar ef einhverjar tegundir sjávardýra eru hjúpaðar jafnmikilli dulúð, goðsögnum og ævintýrablæ og hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias). Það er líklega að miklu leyti komið til vegna stærðar hans og vegna þess hve hann er mikill einfari. Eins og komið er fyrir tegundinni í dag eru hins vegar risarnir meðal h...
Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?
Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...
Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?
Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...
Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum?
Í stuttu máli er svarið að það eru engin sérstök neðri mörk á því hversu mikið hægt er að þjappa gögnum. Það er þó ekki hægt að þjappa þeim niður í ekki neitt, því að gögnin verða að komast til skila. En það fer eftir eðli gagnanna og þeim forsendum sem við gefum okkur, hversu mjög við getum þjappað. Tökum einf...
Hvað er rafhleðsla?
Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...
Hvað er príon?
Príon (e. proteinacious infectuous particles), einnig nefnd prótínsýklar, eru sérstök prótín sem finnast í eðlilegum frumum en geta í vissum tilfellum valdið sjúkdómum. Til eru mörg gen í spendýrum og sveppum sem tjá eða innihalda forskrift að príonprótínum. Í spendýrum má finna príon í mestum styrk í frumum miðta...
Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?
Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...
Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?
Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...