Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stórar geta krossköngulær orðið?

Krossköngulóin (Araneus diadematus) er meðal stærstu köngulóa sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru. Kvendýrin eru nær undantekningarlaust stærri en karldýrin eins og tíðkast meðal langflestra köngulóa. Búklengd kvendýranna eru yfirleitt um 10-13 mm en hjá körlunum um 4-8 mm. Krosskönguló í vef sínum. Tvær aðr...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?

Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt! Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja ör án skurðaðgerðar?

Örvef er ekki hægt að fjarlægja en það er hægt að lagfæra ör með leysigeislameðferð. Ef roði er til staðar hverfur hann við slíka meðferð og örið hvítnar. Ef örið er ofholdgað þá hefur ljósgeislinn þau áhrif að örvefurinn mýkist, húðin þynnist og verður sléttari. Húðin dregur sig líka örlítið saman svo örið minnk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?

Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?

Krosstré er tré sem notað er til að búa til krossa. Orðið er gamalt í málinu og í Postulasögum og Heilagra manna sögum er til dæmis talað um að „hengja e-n á krosstré“, það er krossfesta hann. Í yngra máli virðist orðið einnig notað um smíði sem myndar kross, til dæmis krosstré í glugga. Þegar menn eru krossfes...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru bakteríur í heiminum?

Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast! Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu. Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsi...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?

Í grísku er til orðið melankholía sem merkir ‘þunglyndi, fálæti, depurð’. Það er sett saman af orðunum mélan, hvk. af mélas, ‘svartur’ og khólos, kholē ‘gall’, það er svart gall. Á miðöldum trúðu menn því að svart gall væri einn af fjórum vessum líkamans. Hinir voru blóð, gult gall og slím. Þessa skoðun má r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?

Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum? kemur fram að talið er að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni séu á bilinu 100-400 milljarðar. Hægt er að lesa meira um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga við spurningunni Hvað er vetrarbrautin okkar stór? Það kemur meðal ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?

Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er púður gert?

Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa? er fjallað um púður. Þar segir meðal annars:Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprengi...

category-iconVeðurfræði

Af hverju snjóar?

Eins og kunnugt er snjóar þegar kalt er í veðri. En til þess að snjór verði til í háloftunum þarf annars vegar kulda og hins vegar raka. Hitastig niðri við jörð skiptir einnig máli. Úrkoma myndast við rakaþéttingu í skýjum en þegar neðar dregur fer það eftir hitastigi hvort úrkoman falli í formi rigningar, slyddu ...

category-iconHugvísindi

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?

Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?

Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft lj...

category-iconFornleifafræði

Hver er lengsta þekkta rúnaristan og hvar hafa flestir rúnasteinar fundist?

Lengsta rúnaristan er á hinum fræga Röksteini á Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Hann er frá upphafi 9. aldar. Um hann má lesa meðal annars í bók Sven B. F. Janssonar Runinskrifter i Sverige (1984). Langflestir rúnasteinar voru reistir á svæðinu milli Stokkhólms og Uppsala, en þaðan eru um 1300 rúnaristur frá lokum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er náskata æt?

Náskata (Raja fullonica) er vel æt og hún er unnin á sama hátt og aðrar skötutegundir sem eru veiddar hér við land, svo sem skata (Raja batis) og tindaskata (Raja radiata). Árið 2020 var heildarafli náskötu á Íslandsmiðum tæp 17 tonn en sama ár var heildarafli tindaskötu 827 tonn. Náskata (Raja fullonica) er...

Fleiri niðurstöður