Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er Suður-Afríka næstríkasta land í heimi?

Hægt er að nota ýmsa mælikvarða til að leggja mat á það hve ríkt land er og því misjafnt eftir mælikvörðum hvaða lönd teljast ríkust. Því fer þó fjarri að Suður-Afríka geti talist meðal ríkustu landa í heimi, sama hvaða mælikvarði er notaður. Frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Efnahagur Suður-Afríku stendur þokka...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?

Okkur er ekki kunnugt um að skordýr sjái allt í bláu. Þekkt er þvert á móti að litasjón kemur fyrir hjá skordýrum í flestum ættbálkum enda kemur hún sér vel fyrir þau. Almennt hafa skordýr þó betri næmni fyrir bláa hluta litrófsins og nær sjónsvið þeirra í sumum tilfellum yfir í útfjólublátt. Þannig sjá þau útfjól...

category-iconJarðvísindi

Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?

Ástæða þess að sjór og vindur munu ekki eyða Íslandi er sú að hér verður stöðug nýmyndun lands. Nýja landið er oft varanlegt ólíkt því sem gerist til dæmis í Surtsey en hún myndaðist í eldgosi fyrir tæpum 40 árum og verður sennilega horfin í hafið eftir 1-200 ár. Þar til fyrir um 62 milljónum ára voru Bretlands...

category-iconLandafræði

Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?

Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík! Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra D...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?

Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...

category-iconNæringarfræði

Er ál að finna í einhverjum matvælum?

Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum. Í sum matvæli, svo se...

category-iconLögfræði

Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?

Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Hvað eru til margar tegundir af stórum köttum (ljónum, tígrísdýrum og þess háttar)? Svokallaðir stórkettir eru þau kattardýr sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Í þessari ættkvísl eru alls fimm tegundir stórvaxinna kattardýra, þau eru: Ljón (Panthera leo) Tígrisdýr (Panthe...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?

Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?

Íslensk málstöð (nú Árnastofnun) lét taka saman skrá yfir landaheiti og þar er sýnt hvaða íslensku heiti við notum yfir löndin og íbúa þeirra. Á vefsetri Árnastofnunar er að finna nánari upplýsingar auk eintölumyndar íbúaheita. Þarna kemur fram að Portúgalar búa eða koma frá Portúgal. Portúgal er eitt þriggj...

category-iconVísindavefur

Hvenær gýs Katla?

Hér er einnig svarað spurningunum:Mun Katla gjósa í ár?Er ekki von á Kötlugosi miðað við þann tíma sem venjulega hefur liðið milli gosa? Talið er að Katla hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Tíminn sem liðið hefur milli gosa er allt frá 13 árum og upp í um 80 ár. Síðasta stóra Kötlug...

category-iconLæknisfræði

Hvert er ferlið við faðernispróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér. Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsi...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?

Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Keri...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?

Gasblöðrur, eins og þær sem seldar eru 17. júní, eru fylltar með helíni (He). Helín er létt gastegund, mun léttari en loftið í andrúmsloftinu. Í svari við spurningunni Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó? er fjallað um uppdrif:Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmá...

Fleiri niðurstöður