Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?
Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum. Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarh...
Hvað gerist ef bíll er á sama hraða og byssukúla ferðast, og maður skýtur úr byssu afturábak? Stoppar kúlan eða heldur hún áfram?
Svarið er í stuttu máli hvorki já eða nei heldur "bæði -- og" því að það fer eftir því hvaðan við horfum á það sem gerist. Hraði kúlunnar miðað við byssuna og þar með bílinn ákvarðast eingöngu af gerð og eðli skots og púðurs. Við reiknum með að byssunni sé haldið fastri miðað við bílinn og skotið sé nákvæmlega ...
Er talan 0,9999999.... = 1?
Já, það er rétt að óendanlega tugabrotið 0,999999... er jafnt 1. En áður en ég útskýri hvernig á því stendur er rétt að segja nokkur orð um hvað meint er með óendanlegum tugabrotum. Merkingu endanlegra tugabrota er einfalt að skilja. Tugabrotið 2,7 táknar 2 heilar einingar og 7 tíundu hluta af einingu. Broti...
Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?
Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Hver var fyrsta leikjatölvan?
Fyrsta leikjatölvan var Magnavox Odyssey sem hönnuð var af Ralph Baer. Árið 1951 fékk Baer þá hugmynd að áhugavert væri að búa til einhvers konar gagnvirkt sjónvarp sem nota mætti til leikja. Hann hafði þó ekki tækifæri til að búa til nokkuð slíkt fyrr en allmörgum árum seinna. 1966 fékk Baer loksins fjármagn ...
Hvað er inflúensa?
Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri. Einkenni Dæmi...
Hvernig er hægt að teikna mynd í rólu?
Róla er sæti sem hengt er upp í einn, en þó oftar í tvo festipunkta. Rólan getur sveiflast í allar áttir lárétt. Kerfi af þessu tagi eru kölluð pendúlar. Sveiflutími eða lota pendúls er tíminn sem pendúllinn tekur sér til að sveiflast úr ystu stöðu og aftur í sömu ystu stöðu. Þessi tími stjórnast af virkri lengd r...
Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...
Hvað eru öldrunarsjúkdómar?
Með hugtakinu öldrunarsjúkdómar er átt við sjúkdóma sem fyrst og fremst gera vart við sig á efstu árum og leiða til andlegrar eða líkamlegrar hrörnunar. Annað hugtak sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi er aldurstengdar breytingar. Þá er átt við að allir vefir líkamans sýna einhvers konar breytingar sem te...
Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna?
Í eftirfarandi svari er gengið út frá því að átt sé við að börnin fæðist með galla sem hafi í för með sér líkamlega eða andlega fötlun, það er fæðingargalla. Fæðingargalli er skilgreindur sem óeðlileg gerð, starfsemi eða efnaskipti sem eru fyrir hendi við fæðingu barns og leiða til andlegrar eða líkamlegrar fö...
Hvernig segir maður eitur á forngrísku?
Við ætlum að svara þessari spurningu einfaldlega með því að benda spyrjanda á tvær slóðir þar sem hægt er að fletta upp grískum orðum með því að slá inn ensk heiti. Eitur á ensku er poison. Hjá English-Greek Word Search er hægt að fá leitarniðustöður úr nokkrum orðabókum og hér sést niðurstaða þegar orðið eitur...
Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?
Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanos...
Er hægt að lifa án hormóna?
Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...
Hvað er vitað um sjúkdóminn galaktósíalídósis?
Galaktósíalídósis er einn af sjö þekktum sjúkdómum sem tengjast geymslu sykurprótína. Þetta eru arfgengir sjúkdómar í flokki kvilla sem kallast leysibólugeymslusjúkdómar. Leysibólur eru frumulíffæri sem innihalda ensím sem sundra margs konar smásykrum (e. oligosaccharides) sem er sífellt verið að mynda og brjóta n...