Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13 svör fundust

Við hvaða fjörð er Ísafjarðarbær?

Ísafjarðarkaupstaður stendur við Skutulsfjörð sem er einn fjarðanna sem ganga til suðurs frá Ísafjarðardjúpi. Ísafjarðarbær nefnist hins vegar sameinað sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum og þar eru þéttbýlisstaðirnir Ísafjörður við Skutulsfjörð, Þingeyri við Dýrafjörð, Flateyri við Önundarfjörð og Suðureyri v...

Nánar

Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?

Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...

Nánar

Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?

Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...

Nánar

Hver eru lengstu göng Íslands?

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru tíu jarðgöng á vegakerfinu. Lengstu veggöngin eru Héðinsfjarðargöng sem opnuð voru 2. október 2010. Þau eru 11.000 m löng og eru í raun tvenn göng sem tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði. Göngin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar ...

Nánar

Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?

Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...

Nánar

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?

Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...

Nánar

Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?

Í lægðum og hæðum nærri að jafnvægi ríki milli tveggja krafta, þrýstikrafts og svigkrafts jarðar sem er oft kenndur við franska verkfræðinginn og stærðfræðinginn Coriolis. Þrýstikraftur togar loftið inn að lægð. Sem dæmi um loftstraum af völdum þrýstikrafts má nefna vind úr uppblásinni blöðru, en loftið streymi...

Nánar

Hvað er sjávartengd ferðaþjónusta?

Sjávartengd ferðaþjónusta er ferðamennska á eða við sjó. Þessi tegund ferðamennsku er einkar mikilvæg eylöndum þar sem þau eru umlukin sjó og hafið hefur alltaf skipt miklu máli fyrir afkomu, samgöngur og menningu. Maðurinn hefur frá fornu fari leitað til hafs og strandar, ekki bara sér til lífsviðurværis, hel...

Nánar

Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?

Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...

Nánar

Af hverju er stundum svona mikill hitamunur á milli nálægra staða?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig stendur á því að hitafar, til dæmis á Vestfjörðum, er mjög mismunandi? Það er miklu oftar heitara á Ísafirði og Bíldudal en í Bolungarvík. Ástæður þess að mikill hitamunur mælist á milli nærliggjandi staða á sama tíma geta verið margþættar. Oft kemur þó afstaða lands ...

Nánar

Hvernig myndast eyrar í fjörðum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...

Nánar

Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?

Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...

Nánar

Fleiri niðurstöður