Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 67 svör fundust

Á hverju nærast sveppir?

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...

Nánar

Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?

Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...

Nánar

Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?

Vallhumall (Achillea millefolium) vex víða í þurrum brekkum og valllendi sem illgresi en hann er einnig ræktaður sem vinsæl lækningajurt. Vallhumall hefur fengið mörg nöfn vegna þeirra áhrifa sem jurtin er talin hafa. Latneska nafnið er Achillea millefolium og er jurtin kennd við Achilles, stríðshetju úr Trójustrí...

Nánar

Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...

Nánar

Af hverju er mikið líf í hafinu?

Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...

Nánar

Af hverju kemur blóð þegar við dettum?

Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...

Nánar

Hvað gerir skeifugörnin í okkur?

Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill. Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn ...

Nánar

Hafa eplaedikstöflur einhver áhrif á fitubrennslu?

Vísindalegar heimildir eru mjög af skornum skammti varðandi tengsl eplaediks og fitubrennslu. Svo virðist sem þau áhrif sem ætluð eru eplaediki eigi ekki við vísindaleg rök að styðjast, enn sem komið er að minnsta kosti. Hefðbundna ráðleggingin er sú að blanda 1-2 skeiðum af eplaediki út í vatn fyrir máltíð og...

Nánar

Af hverju heyrist garnagaul?

Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul. Á ens...

Nánar

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

Nánar

Eru geitur með þrjá maga?

Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans. Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana?

Melting er flókið fyrirbæri þar sem fæðan er brotin niður í nýtanlegt form. Niðurbrot fæðunnar hefst í munni, þaðan fer fæðan niður um vélindað í magann þar sem hún er hnoðuð og brotin enn frekar niður. Smáþarmarnir taka svo við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem við fáum úr matnum þegar mel...

Nánar

Er íslenski hesturinn smáhestur?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti? Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hrein...

Nánar

Fleiri niðurstöður