Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1313 svör fundust

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

Nánar

Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...

Nánar

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

Nánar

Hver er munurinn á tilgátu og kenningu í vísindum?

Sumum staðhæfingum sem vísindin fjalla um er lýst sem kenningum; öðrum er lýst sem tilgátum. Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu enda eru þessi hugtök sjaldnast skilgreind nákvæmlega í vísindunum sjálfum. Vísindamenn sjálfir eru nefnilega ekkert endilega að velta fyrir sér hvort það sem þeir set...

Nánar

Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?

Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...

Nánar

Hvað er hreint gull mörg karöt?

Hreinleiki gulls er mældur í karötum og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Hreint gull er því 24 karöt, en algengt er að skartgripir séu búnir til úr gulli sem er í kringum 14 karöt. Gullblanda sem inniheldur 16 hluta gulls og 8 hluta af öðrum málmi, til dæmis kopar, er 16 karöt. Þessi háttur á að mæ...

Nánar

Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?

Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...

Nánar

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?

Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...

Nánar

Hvað var vísindabyltingin?

Vísindabyltingin skín skærar en nokkuð annað frá tilkomu kristni. Í samanburði við hana eru endurreisnin og siðaskiptin lítið annað en vörður á leið kristninnar á miðöldum. - Herbert Butterfield1Í sögu vísinda hafa orðið margar byltingar. Þegar vísað er til vísindabyltingarinnar með ákveðnum greini er yfirleitt át...

Nánar

Af hverju voru vistarverur manna kallaðar baðstofur?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu. Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rek...

Nánar

Hvers vegna breytist rjómi í smjör þegar hann er strokkaður?

Áður var strokkur notaður til að breyta rjóma í smjör. Gamaldags strokkur er hátt og mjótt ílát, vanalega úr viði, sem í er bulla eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Bullan er hreyfð upp og niður og snúið í rjómanum þar til þéttur, gulur massi flýtur ofan á vökvanum. Þennan massa köllum við smjör en vökvinn...

Nánar

Fleiri niðurstöður