Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 303 svör fundust

Hver var verðbólgan árið 1983?

Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225%...

Nánar

Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?

Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...

Nánar

Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?

Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...

Nánar

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

Nánar

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...

Nánar

Hvernig fara menn að því að hesthúsa mat?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju er sagt að einhver hesthúsi mat? Hvað kemur hesthús því við? Sögnin að hesthúsa er mynduð af nafnorðinu hesthús ‘hús handa hrossum’. Sögnin merkir að ‘setja hesta í hús’, oft vegna veðurs, og þeim þá gefið inni. Hún er bæði nefnd í Íslensk-danskri orðabók...

Nánar

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

Nánar

Hvað er baunakaffi?

Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?

Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka eins...

Nánar

Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?

Frá árinu 1983 og fram til ársins 2006 var lagt blátt bann við framleiðslu og innflutningi svonefndra ofbeldiskvikmynda. Í lögum sem þá giltu var hugtakið ofbeldiskvikmynd skilgreint á þennan hátt: „kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og...

Nánar

Hvað er sigurnagli?

Íslensk orðabók eftir Árna Böðvarsson (Reykjavík: Menningarsjóður, 2. útg. 1983) gefur þessa skýringu:Segulnagli, málmnagli (t.d. á handfæri) festur í þar til gert gat sem hann getur snúist í. ...

Nánar

Hvað er bredda?

Orðið bredda hefur nokkrar mismunandi merkingar. Þær eru: 1. stór hnífur, fiskhnífur 2. bitlaus hnífur; léleg nál 3. ókvenleg, vanstillt kona; ær sem er mesta óhemja. Heimild: Íslensk orðabók, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1983....

Nánar

Hafa auglýsingar síður áhrif á greint fólk?

Samantekt Rhodes og Wood (1992) bendir til þess að samband sé milli greindar og áhrifa auglýsinga.* Að jafnaði gildir að eftir því sem greind mælist hærri, því erfiðara er að breyta viðhorfum með auglýsingum. Þessi tengsl eru jafnan skýrð þannig að greint fólk búi yfir meiri þekkingu en aðrir, og að það sé þekking...

Nánar

Fleiri niðurstöður