Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2422 svör fundust

Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?

Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...

Nánar

Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni og hversu stór geta þau orðið. Er hamfarahlaupið í Jökulsá á fjöllum fyrir 2500-2800 árum þaðan? Jökulhlaup vegna gosa í þeim hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis sem er undir jökli, hafa runnið til suðvesturs, vesturs ...

Nánar

Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú?

Þótt finna megi frásagnir af uppruna manns og heims í kínverskri menningu léku þær í raun algert jaðarhlutverk í kínverskri trú til forna, hvort sem um er að ræða alþýðutrú, daoisma eða konfúsisma. Þessi litla áhersla á uppruna er einmitt eitt þeirra einkenna sem einkum greina kínversk og raunar austur-asísk trúar...

Nánar

Hvenær byrjuðu Íslendingar að tala um djús?

Orðið djús 'ávaxtasafi' á sér ekki ýkja langa sögu í íslensku. Elsta dæmið sem fundist hefur á prenti er úr Morgunblaðinu 1961 og orðið er líka í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 sem bendir til að það hafi þá þegar verið orðið nokkuð algengt í daglegu tali. Lengi framan af virðist það sjaldgæft í ritmál...

Nánar

Hvernig reikna menn út rennsli í rúmmetrum í jökulhlaupum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig er farið að því að finna út rennsli í rúmmetrum í hlaupum eins og Skaftárhlaupi? Rennsli fallvatns er fundið með því að mæla rúmmál vatns sem berst í gegnum þversnið farvegarins á tímaeiningu. Venja er að nota mælieininguna rúmmetrar á sekúndu [m3/s]. $$R...

Nánar

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...

Nánar

Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?

Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...

Nánar

Hvernig er álpappír búinn til?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?

Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt la...

Nánar

Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti. Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað a...

Nánar

Hvað er bakflæði?

Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...

Nánar

Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?

Upphafleg spurning hljómar svona: Vegna HM í fótbolta sker mjög oft í eyru mín það sem leikmenn frá ákveðnum löndum eru kallaðir. Eins og t.d. Ganverjar eru þá þeir sem koma frá Gana - er þetta rétt: Ganverjar, Kýpverjar, Fílbeinungar? Hvað kallast þessir einstaklingar frá þessum þjóðum og getum við ekki með ei...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?

Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu ...

Nánar

Fleiri niðurstöður