Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1157 svör fundust

Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?

Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi. Yfirlitsrit um sögu stærðf...

Nánar

Hvað eru margir jöklar á Íslandi?

Eftirtaldir jöklar koma strax upp í hugann: Snæfellsjökull, Drangajökull, Eiríksjökull, Langjökull, Hofsjökull, Tungnafellsjökull, Vatnajökull, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull. Þetta eru 9 jöklar samtals. Nokkur smærri svæði sem eru alltaf snævi þakin eru stundum talin til jökla, til dæmis á Tröllaskaga mi...

Nánar

Geta silfurskottur sogið blóð úr mönnum?

Nei, silfurskottur eru ekki blóðsugur og engar heimildir eru um slíkt. Fæða þeirra einskorðast við agnir af lífrænum toga sem þær finna á gólfum. Silfurskottur eiga það einnig til að valda skaða á bókalími bóka sem þær komast í og einnig á matvælum. Silfurskottur valda kannski ekki neinni sérstakri gleði þegar þ...

Nánar

Hvað er ein vika sjávar löng vegalengd í metrum talið?

Vika sjávar er ekki nákvæmlega skilgreind eining enda var erfiðleikum háð að mæla fjarlægðir á sjó nákvæmlega fyrr á tímum. Orðabók Menningarsjóðs segir að vika sjávar sé um einnar stundar sigling en í metrum einhvers staðar á bilinu 7,5 - 9 km. Hvað ætli þessi hafi siglt margar vikur? Mynd. Wikimedia commons...

Nánar

Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?

Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...

Nánar

Hvaðan koma Strúta-örnefni á Íslandi?

Um strútfugla fer litlum sögum á Íslandi. Í fornu norrænu máli var þó til fuglsnafnið strúss (eða strúz) og mun vera tökuorð úr miðlágþýsku, samanber: "er þvílíkast sem fjaðrhamr væri fleginn ... af þeim fugl, er struz heitir" (Þiðriks saga af Bern). Þetta er sama mynd og enn tíðkast í dönsku, struds. Seinna kom o...

Nánar

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

Nánar

Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?

Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu. Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...

Nánar

Hver er tilgangurinn með kennitölu?

Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis ei...

Nánar

Hvað er basalt?

Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...

Nánar

Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?

Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...

Nánar

Hvaða trjátegundir voru á Íslandi við landnám?

Einnig hefur verið spurt:Hver eru upprunalegu tré Íslands? Þegar spurt er um tré er fyrst að skilgreina hvað sé tré, samanborið við til dæmis hvað flokkast sem runni, en munurinn milli trjáa og runna er síður en svo skýr. Tré og runnar eru plöntur með fjölæra, trénaða stöngla, en frá stærstu trjám (til dæmis ri...

Nánar

Fleiri niðurstöður