Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7130 svör fundust

Er til eyja sem heitir Nýárseyja?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...

Nánar

Eru bessadýr á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita? Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki ge...

Nánar

Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?

Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....

Nánar

Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?

Það er ekki rétt skilið hjá spyrjanda að örbylgjuofnar hiti fæðu með ögnum heldur fer hitunin fram með bylgjum, eins og kemur fram í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur og Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? . Vatnið í matnum hitnar af ...

Nánar

Er hægt að æla galli?

Já, það er hægt að æla galli. Uppköst verða vegna öfugra bylgjuhreyfinga í meltingarveginum sem skila innihaldi hans aftur út um munninn eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Þessar öfugu bylgjuhreyfingar geta verið allt frá sm...

Nánar

Er suðusúkkulaði fitandi?

Mörgum þykir súkkulaði ómótstæðilegt og vita fátt betra en gæða sér á mola. Súkkulaði hefur líka ýmislegt sér til ágætis annað en gott bragð. Í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? kemur meðal annars fram að dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesí...

Nánar

Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?

Svarið er já, vegna þess að starfsheitið fornleifafræðingur er ekki verndað með lögum. Hins vegar geta aðeins þeir sem hafa lokið námi í fornleifafræði fengið leyfi til uppgraftar á fornminjum, samkvæmt skilgreiningu Þjóðminjalaga frá 2001. Ekki er heldur hefð fyrir því að þeir sem vinna við fornleifarannsóknir ti...

Nánar

Hvernig svitna kettir?

Kettir svitna mjög lítið þar sem þeir hafa einungis örfáa svitakirtla en kettir og hundar eiga það sameiginlegt að svitna aðeins neðan á loppunum. Kettir eru hins vegar þannig úr garði gerðir að þeir eiga alls ekki erfitt með að eyða heilum degi úti í sólinni þótt þeir séu einungis með örfáa svitakirtla. Kettir...

Nánar

Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?

Bærinn Hænuvík er í Rauðasandshreppi hinum forna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið Hænuvík kemur fyrir í Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 (Íslenzkt fornbréfasafn XII, 13). Sama nafnmynd er í fornbréfum á tímabilinu frá 1405-1553, en í manntalinu 1703 er bærinn nefndur Hænivík (Manntal, 178). ...

Nánar

Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?

Það er almenn regla meðal stærri spendýra að þau eignist aðeins eitt afkvæmi í einu. Tvíburafæðingar hjá þessum dýrum eru því afar sjaldgæfar en slíkt kemur þó fyrir, meðal annars hjá fílum (Elephantidae), en höfundur hefur ekki upplýsingar um tíðni slíkra fæðinga. Það má segja að fílar sem tegund græði lítið...

Nánar

Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?

Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borð...

Nánar

Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?

Í gagnagrunn Veðurstofunnar er skráð 3751 færsla frá árinu 1900 þar sem eitthvert tjón varð vegna snjóflóða. Í mörgum tilfellum er einungis um að ræða tjón á girðingum eða jafnvel bara að flóðið lokaði vegi. Á Íslandi hefur beint efnahagslegt tjón af völdum snjóflóða verið nálægt 7 milljörðum króna frá árinu 19...

Nánar

Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...

Nánar

Á hverju lifa marflær?

Marflær (Amphipoda) eru ættbálkur krabbadýra sem finnast aðallega í sjó en einnig í ferskvatni. Alls hefur rúmlega 9.500 tegundum verið lýst. Marflær eru forn ættbálkur. Elstu steingervingar þeirra sem fundist hafa eru frá því snemma á kolatímabilinu fyrir um 330 milljón árum. Það skýrir að einhverju leyti miki...

Nánar

Fleiri niðurstöður