Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7132 svör fundust

Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað heitir plastið á enda skóreima? kallast þetta stykki hólkur (e. aglet). Orðið er þó lítið notað og hefur varla fest sig í sessi. Hólk af þessu tagi er ekki aðeins að finna á enda skóreima heldur einnig til að mynda á reimum í buxum og peysum og gegnir þar sama tilga...

Nánar

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864? Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 ...

Nánar

Af hverju var Surtsey friðlýst?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...

Nánar

Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?

Í heild hjóðaði spurningin svona:Hver er uppruni nafnsins Líneik? Og þá orðsins líneik? Ég veit af meiningunni kona/ung kona og þekki m.a. ljóðið úr Víglundar sögu þar sem ’Langúðig strauk löðri Iíneik um skör mína’ kemur fram. Ég er mjög áhugasöm um hvaðan það er og hvenær það kemur fram, í hvaða samhengi það var...

Nánar

Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)? Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram: Gjaldeyrir kemur inn í landi...

Nánar

Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...

Nánar

Hvað var spánska veikin?

Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...

Nánar

Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?

Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...

Nánar

Voru Camelot og Excalibur til?

Menn hafa reynt að tengja Camelot við ýmsa staði í Suðvestur-Englandi eins og Tintagel, en ekki er hægt að fullyrða margt um þau tengsl. Sverð báru oft heiti snemma á miðöldum (samanber Tyrfing í Hervarar sögu og Heiðreks). Á sama hátt endurspeglar hugmyndin um Lindarlafðina (The Lady of the Lake) og sverð í vatni...

Nánar

Hvar má finna upplýsingar um steingervinga á Íslandi?

Helstu heimildir um steingervinga á Íslandi eru líklega þessar: 1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir skelja frá síðjökultíma“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 75-85. 2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir surtarbrands og annarra plöntuleifa“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 142-156. 3. Leifu...

Nánar

Hvað eru vébönd?

Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...

Nánar

Gáta: Hvað er strætóbílstjórinn gamall?

Í dag er fyrsti dagurinn þinn sem strætóbílstjóri. Þú byrjar á Hlemmi en þar eru 12 inni í vagninum. Á fyrstu stöð fara 3 út og 5 inn. Á annarri stöð fara 7 inn og 3 út. Á þriðju og síðustu stöðinni fara 5 inn og 2 út. Hvað er strætóbílstjórinn gamall? Og hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu? Hvað ætli þessi...

Nánar

Hvenær á maður að mæta ef manni er sagt að mæta upp úr eitt?

Engin nákvæm regla er til, mér vitanlega, um þá tímalengd sem „upp úr“ á við. Almennur málskilningur er þó að um stuttan tíma sé að ræða. „Ég verð örugglega komin upp úr eitt“ merkir í mínum huga ‛fljótlega eftir eitt’, ekki til dæmis fimmtán mínútur yfir. „Það nægir að þú sért kominn upp úr hálf eitt“ segir...

Nánar

Fleiri niðurstöður