Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7130 svör fundust

Why do male last names in Icelandic end with -son instead of -sonur?

In Old Icelandic, when the word sonr formed the second part of a compound, i.e. Magnús-son, Sigurðs-son, the final -r (-ur) was dropped in nominative singular, and the same morphology is used in Modern Icelandic. E.g.: Nom. Magnús Sigurðsson (son(u)r) Acc. Magnús Sigurðsson (son) Dat. Magnúsi Si...

Nánar

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...

Nánar

Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...

Nánar

Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?

Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað þýðir orðið „víma“? Hver er uppruni þess eða af hverju er það dregið? Einnig eru til kk orðið vími og sagnorðið að víma. Þýða þau það sama? Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft nota...

Nánar

Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í Harðar sögu og Hólmverja, 17. kafla, er sagt frá bardaga milli fóstbræðranna Harðar, Geirs og Helga og Björns blásíðu: "...og höggur Björn til Harðar með tvíeggjuðum mæki." Hvers konar vopn var mækir? Í stuttu máli er tvíeggjaður mækir hið hefðbundna víkingasverð. Eins og á v...

Nánar

Hvernig myndast þúfur?

Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu. Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður s...

Nánar

Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?

Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir u...

Nánar

Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Tel mig hafa séð grátrönu frekar en gráhegra í Álftaveri í dag 20.8.'23. Náði ekki nothæfum myndum. Fuglinn virtist einn á ferð. Er trana algeng á þessum slóðum? Grátrana (Grus grus) er flækingur á Íslandi og ekki algengur fugl en hefur þó sést á ýmsum stöðum. Varpheimkynni he...

Nánar

Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað? Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óh...

Nánar

Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. V. Harðindi

Þessi pistill er sá fimmti í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Steingrím Matthíasson (1876-1948) lækni á Akureyri þar sem hann vitnar m.a. í nýútkomið rit Þorvalds Thoroddsen (1855-1921) jarðfræðings, „Árferði á Íslandi í þúsund ...

Nánar

Hvaðan kemur olían og klárast hún einhvern tímann?

Jarðolía myndast úr plöntu- og dýraleifum sem safnast saman á sjávarbotni. Fyrir tilstuðlan gerla og hvata, þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs taka leifarnar ýmsum efnabreytingum og verða með tímanum að olíu. Olían er takmörkuð auðlind. Nú er talið að í jörðu séu um 1.000 milljarðar tunna en það samsvara...

Nánar

Fá dýr í dýragörðum eldaðan mat?

Svarið við þessari spurningu er nei. Dýr í dýragörðum fá ekki eldaðan mat enda er ekki neinn tilgangur með því að að elda ofan í þau. Kjötætur sem haldið er í dýragörðum fá matinn sinn hráann enda er þeim eiginlegt að neyta hrás fæðis. Það sama á við um önnur dýr. Ekki er víst hvernig þetta tígrisdýr tæki því a...

Nánar

Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?

Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...

Nánar

Fleiri niðurstöður