Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7128 svör fundust

Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?

Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...

Nánar

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?

Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...

Nánar

Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?

Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...

Nánar

Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?

Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti a...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?

Áttfætlur (Arachnida) er flokkur innan fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem eru með 4 pör af fótum og tvískiptan líkama. Þær skortir einnig fálmara og vængi. Til áttfætlna teljast köngulær (Araneae), áttfætlumaurar (Acari) eða mítlar, langfætlur (Opiliones), sporðdrekar (Scorpiones), dre...

Nánar

Hvað er Bangsímon gamall?

Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...

Nánar

Af hverju eru gíraffar með doppur?

Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti gíraffans heldur hefur það mótast fyrir tilstilli þróunar. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabe...

Nánar

Hvernig varð Grímsey til?

Grímsey er gerð úr blágrýtislögum sem halla um 3° til suð-vesturs. Það bendir til þess að hraunin hafi runnið úr gosbelti þar sem nú er Eyjafjarðaráll og síðar varð óvirkt er gosvirknin fluttist til norð-austurs. Eyjan (bergið) er um 1 milljón ára, nefnilega frá ísöld. Hraunin eru holufyllt, í kabasít-zeólítabe...

Nánar

Hvar lifa sprettfiskar?

Sprettfiskur (Pholis gunnellus) lifir á grunnsævi og í strandsjó. Heimkynni hans eru nær undantekningarlaust grýttur þara- og þangbotn þar sem hann getur leynst enda á hann sér marga skæða óvini eins og til dæmis þorsk. Sprettfiskurinn finnst í þangfjörum allt í kringum landið og leynast þeir oft undir steinum þeg...

Nánar

Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?

Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn...

Nánar

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...

Nánar

Af hverju sóla eðlur sig?

Eðlur hafa misheitt (e. exothermic) blóð, ólíkt til dæmis spendýrum og fuglum sem hafa jafnheitt (e. endothermic) blóð. Eðlurnar þurfa þess vegna að nýta varma úr umhverfinu til að halda líkamanum heitum en dýr með jafnheitt blóð geta stýrt líkamshitanum sjálf með efnaskiptum. Þegar við sjáum eðlur í sólinni er...

Nánar

Hvað eru punktar í lánum?

Hugtakið punktur er notað í fjármálaheiminum til að tákna einn hundraðasta úr einu prósenti, það er 0,01%. Vaxtakjör eru oft tilgreind sem tiltekið álag ofan á eitthvert viðmið og álagið þá gefið upp í punktum. Til dæmis gæti lán í evrum verið veitt með 50 punkta álagi ofan á þá vexti sem bönkum bjóðast í evru...

Nánar

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki? - Myndband

Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifamætti smáskammtalækninga á ýms...

Nánar

Er sjálfsfróun hættuleg? - Myndband

Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugtakið sjálfsfróun gefur til kynna einspil en þýðir þó ekki endilega að aðeins einn einstaklingur komi þar að verki. Sjálfsfróun getur verið hluti af kynferðislegum athöfnum í samböndum fólks hvor...

Nánar

Fleiri niðurstöður