Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7132 svör fundust

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?

Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...

Nánar

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...

Nánar

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...

Nánar

Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?

Auðvitað nenna ekki allir að læra mikið, en allmargir eru það þó. Þetta sést glöggt á þeim gífurlega fjölda heimsókna sem Vísindavefurinn fær í hverri viku. Hvað drífur þetta fólk áfram? Eflaust eru ástæðurnar margar og margþættar. Sumir læra aðallega af skyldurækni, til dæmis til að fá klapp á bakið eða slepp...

Nánar

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?

Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningsl...

Nánar

Af hverju verður hár krullað?

Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur: Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og...

Nánar

Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?

Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli. Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Bj...

Nánar

Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?

Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...

Nánar

Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?

Heimili landsins nota raforku til að knýja hin ýmsu tæki en einnig til lýsingar innan- og utanhúss. Síðan má ekki gleyma því að um 8-9% heimila nota raforku til húshitunar. Á Vísindavefnum er fróðleg grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann kallar Orkumenning og orkusaga. Þar fjallar hann meðal annars um hve...

Nánar

Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?

Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Það er þó vert að skoða aðeins nánar af hverju. Fíll og svín eru í fyrsta lagi ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að teljast báðar til spendýra eru þetta afar fjarskyldar tegundir með ólíka líkamsbyggingu og innri starfsemi. Tegundir eru meðal annars skilgreindar sem hópur e...

Nánar

Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?

Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, ...

Nánar

Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?

Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...

Nánar

Fleiri niðurstöður