Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7267 svör fundust

Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?

Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum. Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, ste...

Nánar

Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?

Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur (Pinus aristata og Pinus longaeva. Þær vaxa frá Kaliforníu til Colorado hátt yfir sjávarmáli, 2.800-4000 m. Samkvæmt heimildum frá 2013 er elsta tréð rúmlega 5000 ára gamalt. Fram að var talið að samskonar fura, nefnd Methuselah, væri elsta núlifandi tréð með sín rúmlega...

Nánar

Hvaðan kemur sögnin að gubba og hvað merkir orðið?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins? Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Teng...

Nánar

Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vinna að heiman? Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu. Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyf...

Nánar

Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...

Nánar

Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...

Nánar

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

Nánar

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um plastmengun á landi?

Plastmengun í hafinu hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár en menn vita miklu minna um plastmengun á landi. Þannig liggja hvorki fyrir tölur um líklegt magn af plasti sem velkist um lönd heimsins né um skaðsemi þessarar mengunar til skamms og langs tíma litið. Málið er þó alla vega komið á dagskrá og vel hægt að ...

Nánar

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

Nánar

Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?

Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...

Nánar

Hver er stærsta reikistjarnan?

Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti...

Nánar

Fleiri niðurstöður