Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 912 svör fundust

Hver eru 10 stærstu dýr heims?

Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...

Nánar

Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Sjálflýsandi armbönd og ‘annað þess háttar’ byggja á efnahvörfum sem leiða til útgeislunar frá orkuríkum sameindum eða frumeindum. Slíkt nefnist hvarfljómun (e. chemiluminescence). Svonefnd útvermin (e. exothermic) efnahvörf valda orkumyndun jafnt sem nýmyndun efna. Dæmi um slík efnahvörf er til dæmis bruni...

Nánar

Hvað er bór?

Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...

Nánar

Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt. Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eð...

Nánar

Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, s...

Nánar

Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?

Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...

Nánar

Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?

Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...

Nánar

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

Nánar

Hvað gerir geislafræðingur?

Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...

Nánar

Hvenær er dagur tónlistardýrlingsins heilagrar Sesselju?

Dagur heilagrar Sesselju er 22. nóvember, bæði samkvæmt kaþólskri trú og í rétttrúnaðarkirkjunni (e. orthodox church). Flestum heimildum ber saman um að Sesselja hafi verið uppi á þriðju öld, en sumar telja að hún hafi verið uppi á annarri öld. Sesselja er sögð hafa verið af rómverskum aðalsættum og átti að h...

Nánar

Hver er munurinn á rétthyrndum, hvasshyrndum og gleiðhyrndum þríhyrningum?

Þríhyrningur er marghyrningur með þrjá hornpunkta og þrjár hliðar. Þríhyrningurinn með hornpunkta \(A, B\) og \(C\) er táknaður með \(\bigtriangleup ABC\). Hliðin \(AB\) er sögð mótlæg horninu \(C\) og er táknuð með \(c\). Horn þríhyrnings eru oftast táknuð með hástöfum og mótlægar hliðar eru táknaðar með samsva...

Nánar

Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?

Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...

Nánar

Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?

Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...

Nánar

Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?

Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ...

Nánar

Fleiri niðurstöður