Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 276 svör fundust

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

Nánar

Hvaða málmar teljast eðalmálmar?

Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...

Nánar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

Nánar

Hversu oft andar maður á sólarhring?

Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...

Nánar

Hvað þýðir Sigillum Universitatis Islandiae?

Þessi áletrun er á latínu og þýðir, orð fyrir orð: 'Innsigli Háskóla Íslands', enda stendur hún á innsigli skólans. Latneska málfræðin í þessu er frekar einföld. Sigillum er hvorugkynsorð í nefnifalli og þýðir sem sagt 'innsigli'. Universitatis er eignarfall af universitas sem þýðir 'háskóli' í hefðbundinni mer...

Nánar

Undirritun samnings á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins

Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Frá árinu 2000 hafa vísinda- og fræðimenn Háskóla Íslands miðlað vísindum til almennings með aðstoð Vísindavefsins. Aðsókn að vefnum hefur vaxið jafnt og þétt og er Vísindavefurinn nú í...

Nánar

Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?

Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...

Nánar

Af hverju roðnum við þegar eitthvað vandræðalegt gerist?

Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...

Nánar

Hvenær hætta börn að stækka?

Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum. Í endum langra ...

Nánar

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...

Nánar

Hvenær tengdist Ísland við Internetið?

Ísland tengdist hinu eiginlega Interneti þann 21. júlí árið 1989. Þann dag urðu fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku. Internetvæðing landsins hófst þó nokkrum árum fyrr. Árið 1986 tengdist Hafrannsóknastofnunin EUnet, en það var eitt þeirr...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað?

Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs. Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og m...

Nánar

Hvað eru vísindagarðar?

Hugtakið vísindagarðar vísar til þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið slíkra garða er að tryggja öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi og ná þannig að skapa fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Elsta dæmið um orðið 'vísindagarðar' ...

Nánar

Fleiri niðurstöður