Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 276 svör fundust

Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?

Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...

Nánar

Hvað búa margir í Asíu?

Asía er fjölmennasta heimsálfa jarðar. Talið er að um mitt ár 2012 hafi Asíubúar verið um 4,2 milljarðar. Þetta er um 60% alls mannkyns. Asía. Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nák...

Nánar

Af hverju er Óðinn eineygður?

Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...

Nánar

Hvað er vísindadagatal?

Í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands var gefið út dagatal vísindamanna á veggspjaldi. Á dagatalinu er einn vísindamaður valinn fyrir hvern dag ársins. Öðrum megin er mynd af vísindamönnunum en hinum megin er stuttur texti til kynningar á framlagi þeirra til vísinda og fræða. Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrvera...

Nánar

Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?

Með mag. jur. og ML í lögfræði er átt við meistarapróf í lögfræði, en bæði hugtökin koma úr latínu. Mag. jur. stendur fyrir magister juris, en magister þýðir meistari og juris er eignarfall eintölu orðsins ius, sem merkir réttur eða lög. Á Íslandi er mag. jur. notað um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í ...

Nánar

Hver var Saladín Tyrkjasoldán?

Saladín (Selaheddînê Eyûbî eða Salah al-Din Yusuf ibn Ayyub) fæddist árið 1137 eða 1138 í borginni Takrít í Mesópótamíu, en var alinn upp í Aleppó, Ba'lbek og Damaskus. Hans er minnst, bæði af múslímum og kristnum mönnum, sem voldugum og göfugum leiðtoga. Sem ungur maður hafði Saladín mestan áhuga á að gerast ...

Nánar

Hvert er hæsta fjall Noregs?

Hér er einnig svör við spurningunum: Hvert er hæsta fjall í heimi? Hver eru hæstu fjöll í hverri heimsálfu? Hæst fjall Noregs, sem jafnframt er hæsta fjall Norðurlandanna, kallast Galdhøppiggen og er 2470 metra hátt. Fjallið er á svæði sem kallast Jötunheimar og eru næstu bæir við það Sandane og Nordfjordeild í u...

Nánar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

Nánar

Hvað eru möngumyndasögur?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á möngum og venjulegum teiknimyndasögum (fyrir utan það að manga er japanskt)? Eins og spyrjandi bendir réttilega á eru möngur (nf. et. manga) japanskar teiknimyndasögur, enda er manga japanska orðið yfir slíkar sögur. Möngur urðu til skömmu eftir lok seinni...

Nánar

Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?

Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skot...

Nánar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

Nánar

Var Sherlock Holmes til í alvöru?

Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...

Nánar

Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í grein í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. heldur Ögmundur Jónasson því fram að við kjör á rektor Háskóla Íslands sé það svo að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns HÍ sem ekki er með háskólamenntun. Er það rétt? Fullyrðingin er röng. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður