Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 717 svör fundust

Getið þið sagt mér allt um förufálka?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað verpir förufálki mörgum eggjum? Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum s...

Nánar

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

Nánar

Hvar í heilanum er meðvitundin?

Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...

Nánar

Af hverju myndast öldur?

Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um svifíkorna?

Í reynd teljast 43 tegundir til ættbálks (e. tribe) svokallaðra svifíkorna sem á fræðimáli nefnist Pteromyini og heyrir undir ætt íkorna (Sciuridae). Samkvæmt heimildum eru svifíkornar flokkaðir niður í 15 ættkvíslir (e. genus). Tegundaríkust þessara ættkvísla er ættkvísl pokasvifíkorna (Petaurista) en til henn...

Nánar

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...

Nánar

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...

Nánar

Hver var Maurice Wilkins?

Maurice Hugh Frederick Wilkins fæddist 16. desember 1916 í Pongaroa í Wairarapa á Nýja-Sjálandi. Foreldrarnir voru af írskum ættum en fjölskyldan fluttist til Englands þegar Maurice var sex ára. Hann nam eðlisfræði í Cambridge og víðar á Englandi, starfaði á árum síðari heimsstyrjaldar að þróun ratsjártækni í Birm...

Nánar

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

Nánar

Eru tvinntölurnar til í raun og veru?

Tölurnar sem við notum skiptast í mismunandi flokka eða mengi sem eru misgömul í hugmyndasögunni. Elstar eru þær sem við köllum náttúrlegar tölur: 1, 2, 3 og svo framvegis. Þær hafa vafalítið fylgt mönnum frá örófi alda. Löngu áður en sögur hófust hafa menn viljað lýsa fjölda ýmissa hluta kringum sig og notað til ...

Nánar

Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu?

Í öðrum kafla Sturlubókar og Hauksbókar Landnámu er fundur Íslands tímasettur með tilvísun í samtímakónga, konunga á Norðurlöndum og á Englandi, en einnig páfann í Róm og keisara. Hlöðver Hlöðversson er „keisari fyrir norðan fjall“ en auk hans eru nefndir keisarar í Miklagarði. Hlöðver þessi er nú jafnan kallað...

Nánar

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?

Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...

Nánar

Fleiri niðurstöður