Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4520 svör fundust

Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins? Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’. Samkvæmt...

Nánar

Verpa svartþrestir á Íslandi?

Svartþröstur (Turdus merula, e. blackbird) er afar algengur víða í Evrópu en nokkuð nýlegur landnemi á Íslandi. Hann verpti fyrst hér á landi í Reykjavík árið 1969 og reglulega eftir 1991. Eftir síðustu aldamót fór stofninn mjög vaxandi og er svartþröstur nú algengur varpfugl í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann verp...

Nánar

Hvað eru nútímahraun?

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...

Nánar

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

Nánar

Hvað er kvótakerfi?

Til eru margs konar kerfi sem kalla mætti kvótakerfi en öll eiga þau það sameiginlegt að verið er að reyna að stjórna magni af einhverju með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar mega nýta (til dæmis veiða, framleiða eða selja). Ýmist er tiltekið það magn sem einstakir aðilar mega nýta eða það hlutfall af heil...

Nánar

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?

Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...

Nánar

Sofa hákarlar og hvalir?

Spurningin var upphaflega á þessa leið: Geta hákarlar sofið ef þeir þurfa alltaf að vera á stöðugri hreyfingu? Hvernig sofa hvalir ef þeir þurfa stöðugt að fara upp á yfirborðið til að fá súrefni? Bæði hákarlar og hvalir sofa. Hvalir hafa þróað ákveðna aðferð við öndun meðan á svefni stendur, svokallaða vilj...

Nánar

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?

Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...

Nánar

Hvað var vitinn í Faros hár?

Talið er að vitinn sem stóð á eyjunni Faros hafi verið að minnsta kosti 110 metra hár en heimildir gefa þó upp mismunandi tölur um það. Vitinn sem einnig er kallaður vitinn í Alexandríu var 20 ár í byggingu og lauk verkinu árið 279 f. Kr. Vitinn var þrískiptur eins og fram kemur á myndinni hér á eftir. Hann var...

Nánar

Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?

Uglur heyra undir flokk einsleits hóps fugla sem nefnist Strigiformes á fræðimáli. Þær eru ránfuglar og veiða aðallega þegar skyggja tekur. Alls eru þekktar um 334 tegundir í 48 ættkvíslum. Uglur finnast á öllum meginlöndunum nema Suðurheimskautslandinu. Þær finnast ennfremur á fjölda eyja í Suður-Kyrrahafinu. Ugl...

Nánar

Hver er elsta lífvera á jörðinni?

Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fy...

Nánar

Hvernig æxlast smokkfiskar?

Smokkfiskar (Teuthida, e. squids) eru tíu arma sjávarhryggleysingjar sem tilheyra fylkingu höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar sem hafa átta arma. Líkami smokkfiska er rörlaga og ílangur og er hausinn yst. Þeir eru misstórir eða frá rúmum einum sentímetra á lengd upp í rúmlega 20 metra og eru þá stærstu...

Nánar

Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?

Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta ...

Nánar

Er til jafna sem hefur graf sem fer í spíral?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er til jafna sem hefur graf sem fer í spíral? Hver er sú jafna? Eru til einhver önnur áhugaverð mynstur á gröfum? Hver?Það eru til margar slíkar jöfnur. Auðveldast er að fá vefjulaga (e. spiral) graf með því að nota pólhnit. Byrjum með venjulegt hnitakerfi. Þegar við notum p...

Nánar

Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?

Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess m...

Nánar

Fleiri niðurstöður