Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4520 svör fundust

Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?

Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig ...

Nánar

Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?

Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...

Nánar

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...

Nánar

Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?

Eins og önnur blóðkorn myndast blóðflögur í svokölluðum blóðmerg eða rauðum beinmerg. Á fósturskeiði er allur beinmergur rauður en þegar á ævina líður þokar hann fyrir gulum beinmerg eða svokölluðum fitumerg í flestum beinum líkamans. Í fullvaxta einstaklingum er blóðmerg aðeins að finna í flötum beinum eins o...

Nánar

Af hverju fremja Íslendingar afbrot?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á fráviki og afbroti? Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk á Íslandi leiðist út í afbrot?Frávik er athæfi sem brýtur í bága við viðmið og gildi sem ríkjandi eru í samfélaginu. Afbrot er refisverð háttsemi sem varðar við hegningarlög og teljast þau því ver...

Nánar

Er jarðvarmi endalaus orkulind?

Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn. En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðru...

Nánar

Er það satt að Júpíter sé gasský?

Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...

Nánar

Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?

Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eð...

Nánar

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?

Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...

Nánar

Hvað er forsetabréf?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar? Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast ha...

Nánar

Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?

Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...

Nánar

Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það?

Þetta er þekkt þverstæða um Guð sem við höfum að vísu ekki heyrt áður svona. Við eigum hins vegar svar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum? og það ætti að vera nokkuð ljóst að spurningin um Guð og súkkulaðið er af sama tagi. Flestir sjá líklega...

Nánar

Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn sem skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. Hin gerðin af svefni nefnist REM-svefn og hún einkennist meðal annars af hröðum augnhreyfingum. ...

Nánar

Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?

Gashylkin sem eru notuð í SodaStream-tækjunum eru fyllt með koltvíoxíði sem einnig er kallað koltvíildi eða koldíoxíð. Koltvíoxíð er gas við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C). Þegar koltvíoxíði er hleypt í gegnum vatn gengur það í samband við vatnið á eftirfarandi hátt: \[CO_{2}+H_{2}O\rightleftharpoons H_{...

Nánar

Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?

Sjálfur er jökulísinn of mjúkur til þess að grafa botn jökuls. Hins vegar rífa jöklarnir grjót upp úr jörðinni og ýta því áfram með miklum krafti. Steinar við jökulbotninn skafa og rista rákir í bergið svipað og hefill, sporjárn og sandpappír sem beitt er á tré. Þungir jöklarnir mylja grjótið undir sér eins og val...

Nánar

Fleiri niðurstöður