Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 970 svör fundust

Hver var Finnur Jónsson og hvert var framlag hans til norrænna fræða?

Finnur Jónsson prófessor var einn afkastamesti og virtasti fræðimaður á sviði norrænna fræða í upphafi 20. aldar, ekki síst sem útgefandi norrænna miðaldatexta en einnig ritaði hann merk yfirlitsrit um norrænar bókmenntir fyrri alda. Finnur Jónsson (1858-1934).Finnur Jónsson var fæddur á Akureyri 29. maí 1858. ...

Nánar

Hvað er seiðskratti?

Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...

Nánar

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...

Nánar

Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?

Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...

Nánar

Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?

Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...

Nánar

Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?

Nafnið Karen er talið vera dregið af nafninu Katarina eins og nafnið Katrín. Það var snemma tengt við grískt orð sem merkir 'hreinn'. Nafnið Ýr er skylt nafnorðinu úr sem merkir 'úruxi'. Nafnið Árný er samsett úr Ár- sem tengist nafnorðinu ár í merkingunni 'góðæri, ársæld' og -ný sem er kvenkyn lýsingarorðsi...

Nánar

Hvað merkir bæjarheitið Gröf?

Gröf sem bæjarnafn merkir líklega hið sama og orðið gröf ‚grafin hola, gryfja‘. Eina dæmið í Landnámabók er Gröf í Þverárhlíð. Það er nú eyðibýli og hafði verið lengi á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók IV:287; Ísl. fornrit I:86). Nokkur ruglingur er á nafnmyndunum Gröf og Gróf sem er þó dálíti...

Nánar

Hvað merkir bæjarheitið Hurðarbak?

Hurðarbak er nafn á að minnsta kosti sex bæjum á Íslandi: Bær í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. (Hurðarbakur í landamerkjabréfi). Bær í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu. Bær í Strandarhreppi í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Nafn í...

Nánar

Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?

Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...

Nánar

Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?

Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...

Nánar

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...

Nánar

Merkir edda virkilega langamma?

Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur). Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda me...

Nánar

Hver var Hannes Finnsson?

Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...

Nánar

Fleiri niðurstöður