Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2906 svör fundust

Getið þið sagt mér allt um förufálka?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað verpir förufálki mörgum eggjum? Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum s...

Nánar

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

Nánar

Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?

Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af froskum?

Froskar tilheyra flokki froskdýra (Amphibia) en það er einn fimm flokka hryggdýra. Hinir eru spendýr, skriðdýr, fiskar og fuglar. Froskdýr skiptast í þrjá ættbálka: Anura (froskar og körtur), Urodela (salamöndrur) og Gymnophiona (ormakörtur), en það eru fótalaus dýr sem minna mjög á slöngur. Tegundin Leiopelma ar...

Nánar

Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara afdráttarlaust, en hvað telst vera best er alltaf háð ákveðnu gildismati. Nokkur eining ríkir þó um hvaða háskólar séu taldir meðal þeirra bestu, en reynt hefur verið að meta gæði skóla á hlutlægan hátt. Ein þekktasta rannsóknin á gæðum háskóla er á vegu...

Nánar

Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...

Nánar

Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?

Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...

Nánar

Hvaða aðferðir henta best til að ala upp börn?

Bandaríski sálfræðingurinn Diana Baumrind hefur athugað samband þroska barna á forskólaaldri við uppeldishætti foreldra. Baumrind greindi börnin í þrjá hópa eftir sjálfsaga, sjálfstæði og sjálfstrausti þeirra og eftir því hversu athugul og vingjarnleg þau voru. Í fyrsta hópi voru börn sem voru bæði virk og lipur í...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?

Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...

Nánar

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...

Nánar

Hvað gerir dygðina dýrmæta?

Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur. Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist...

Nánar

Fleiri niðurstöður