Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2906 svör fundust

Hafa útsölur í janúar og júlí áhrif á neysluvísitöluna?

Verðlagsvísitala, eins og vísitala neysluverðs, á að mæla breytingar á markaðsverði tiltekinnar körfu af vörum og þjónustu yfir tíma. Þetta þýðir meðal annars að útsölur eða tímabundin verðstríð hafa áhrif til lækkunar um hríð en síðan hækkar vísitalan aftur þegar útsölum eða verðstríði lýkur. Árstíðabundnar s...

Nánar

Hvað og hvar eru chemoreceptorar?

Chemoreceptorar eru kallaðir efnaviðtakar á íslensku. Um er að ræða sameindir á yfirborði frumu eða í umfrymi hennar sem geta bundist við tiltekið efni, til dæmis hormón eða mótefni. Hvert efni hefur sinn sérstaka efnaviðtaka og verkar því aðeins á frumuna að viðtakinn sé til staðar. Tengingin á milli efnisins...

Nánar

Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?

Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200. Í nútímamáli eru báð...

Nánar

Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?

Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...

Nánar

Hver eru talin vera áhrif hlýnunar jarðar á veðurfar á Íslandi?

Sumir hefðu kannski haldið að þessi spurning væri óþörf af því að hlýnunin verði jafnmikil alls staðar og áhrif hennar þau sömu. En svo er alls ekki því að rannsóknir sýna glöggt að hlýnun er og verður mismikil eftir stöðum á jörðinni. Auk þess hefur sama hlýnun (í gráðum talið) gerólík áhrif eftir því hvort við e...

Nánar

Hver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts?

Skattar eru lagðir á með pólitískum ákvörðunum. Því er allur gangur á því hvort hægt sé að finna sérstaka réttlætingu fyrir álagningu þeirra. Álagning tiltekins skatts er einfaldlega niðurstaða sem fengist hefur á vettvangi stjórnmálanna. Engu að síður getur verið áhugavert að skoða forsögu málsins og sérstaklega ...

Nánar

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?

Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...

Nánar

Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfu...

Nánar

Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í náttúruhamförum á Reykjanesi í nóvember 2023 eru gefnar yfirlýsingar um möguleg áhrif á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv. vegna tjóna á innviðum í 3700 manna bæjarfélaginu Grindavík. 1973 er gaus á Heimaey eyðilögðust um 40% bygginga í 5000 manna bæjarfélagi...

Nánar

Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?

Breytileikinn er eitt af því sem einkennir lífið á jörðinni. Einstaklingar af sömu tegund eru mismunandi og það er mikilvæg forsenda fyrir því að lífið þróist. Þannig getur náttúruvalið farið að verka með því að þeir einstaklingar veljast úr sem hafa hagstæða eiginleika í því samhengi sem við á hverju sinni. Breyt...

Nánar

Fleiri niðurstöður