Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2906 svör fundust

Hvernig get ég stökkbreyst?

Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau st...

Nánar

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...

Nánar

Hvernig starfar þing eftir þingrof?

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Eftir að þing hefur verið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að velta ...

Nánar

Af hverju tala ekki allir sama tungumál?

Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...

Nánar

Af hverju sofum við?

Ýmislegt bendir til þess að við sofum frekar til þess að hvíla hugann heldur en líkamann. Heiða María Sigurðardóttir fjallar um tilgang svefns í svari við spurningunni Hvers vegna sofum við? Þar segir meðal annars: Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og...

Nánar

Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?

Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu. Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstilé...

Nánar

Af hverju er sjórinn blár?

Þegar sólarljós, sem er blanda af öllum litum, fellur á hluti á jörðinni drekka þeir yfirleitt hluta af ljósinu í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður lit hlutarins. Vatn gleypir nánast ekkert sýnilegt ljós og þess vegna er vatn oftast glært. Þetta sjáum við vel ef við látum vatn renna í glært glas. Sé vat...

Nánar

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

Nánar

Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?

Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá ...

Nánar

Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?

Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eft...

Nánar

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

Nánar

Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?

Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun. Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur. Svo virðist sem orði...

Nánar

Lækkar krónan ef vextir banka hækka?

Sambandið á milli vaxta á Íslandi og gengis krónunnar er frekar þannig að krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum þegar vextir hérlendis hækka en veikist ef vextirnir lækka. Það sama á raunar við um aðra gjaldmiðla, að öðru jöfnu styrkist gjaldmiðill sem býr við fljótandi gengi ef vextir á lánum í gjaldmiðlinum...

Nánar

Fleiri niðurstöður