Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2906 svör fundust

Má ljúga í auglýsingum?

Í 1. mgr. 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir svo:Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn...

Nánar

Hafa dæmdir ofbeldismenn alltaf verið árásarhneigðir í æsku?

Ofbeldi finnst í margvíslegum myndum og skýringar á því eru einnig margþættar. Áhættuþættir ofbeldis eru bæði einstaklingsbundnir og félagslegir. Nefna má þætti eins og persónuleikaraskanir og geðræn vandkvæði og einnig félagslega áhættuþætti eins og upplausn fjölskyldna og áhrif jafningjahópa, sem geta undir tilt...

Nánar

Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?

Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...

Nánar

Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?

Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um þetta í svari sínu við sömu spurningu. Þar segir meðal annars:Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisin...

Nánar

Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?

Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492). Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurta...

Nánar

Af hverju sígur sjórinn ekki ofan í jörðina?

Hér er því miður ekki fullljóst hvað vakir fyrir spyrjanda. Kannski hefur hann horft á poll á malarvegi sem þornar síðan upp bæði af því að vatnið sígur niður í mölina og eins vegna uppgufunar. En ef pollurinn liggur á vatnsþéttu lagi sígur vatnið ekki niður og pollurinn breytist eingöngu vegna uppgufunar og rigni...

Nánar

Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?

Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finn...

Nánar

Af hverju eru sumir örvhentir?

Kannanir virðast benda til þess að hlutfall örvhentra sé um 10%. Erfðir hafa áhrif á það hvort við verðum rétthent eða örvhent. Ef báðir foreldar eru örvhentir eru rúmlega 25% líkur á að barn þeirra verði örvhent en aðeins 9,5% ef foreldrarnir eru báðir rétthentir. Ekki er vitað hvaða gen veldur því að fólk ver...

Nánar

Hvaðan kemur heitið landi á heimabruggi?

Orðið landi hefur sennilega orðið til á bannárunum á fyrri hluta 20. aldar þegar óheimilt var að flytja inn og selja áfengi. Vissulega var bruggið einnig óheimilt en margir stunduðu það samt og landabruggun fór víða fram. Orðið landi um heimagert, ólöglegt áfengi, vísar sennilega til þess að það var innlent. Dæ...

Nánar

Hvort er hættulegra að leika fótbolta eða handbolta?

Í svari Árna Árnasonar við spurningunni Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga? er sagt frá svissneskri rannsókn sem kannaði meiðslatíðni í nokkrum algengum íþróttagreinum hjá unglingum á aldrinum 14-20 ára. Þá kom í ljós að hún var hæst í ísknattleik, því næst kom handbolti og svo fótbolti. Samkvæmt þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður