Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1017 svör fundust

Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?

Slanguryrðið steypa í merkingunni 'vitleysa, bull' er sennilega íslenskt að uppruna. Að öllum líkindum er verið að líkja innihaldi höfuðkúpunnar við hinn gráa massa sem steypan er. Fyrir um tíu til fimmtán árum var algengt að segja að einhver hefði „steypu í hausnum." Nú virðist algengara að tala um að eitthvað sé...

Nánar

Hvað er Ísland stórt að ummáli?

Þetta er ein af þeim spurningum sem varla verður svarað með tiltekinni tölu eins og spyrjandi hugsar sér líklega. Ummál hlutar eins og ljósastaurs er lengdin sem við fáum með því að bregða málbandi utan um staurinn og lesa af því. En hvert er ummál girðingarstaurs ef þversnið hans er í laginu eins og L eða jafnvel...

Nánar

Í hvaða fjórum löndum búa Samar?

Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...

Nánar

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018

Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Íslands árið 2018. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru notendur Vísindavefsins 775 þúsund árið 2018 og flettu þeir síðum vefsins rúmlega þremur milljón sinnum. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og flettingarnar samsvara því að...

Nánar

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...

Nánar

Ef við hefðum ekki tíu fingur væri þá tugakerfið öðruvísi, kannski byggt út frá tólf eða fimmtán ef við hefðum 12 eða 15 fingur?

Þetta er almennt talið rétt. Betra væri þó að orða það þannig að við mundum aðallega nota tylftakerfi en ekki tugakerfi ef við hefðum tólf fingur. Í þessu felst að talan sem við skrifum sem 10 hefur enga sérstaka kosti sem grunntala í talnakerfi aðra en þá sem tengjast sköpulagi mannsins. Sú tala sem hefur skýr...

Nánar

Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?

Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'. Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr d...

Nánar

Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?

Myndirnar kjet og smjer tengjast ekki svonefndri "hljóðvillu" heldur er um að ræða hljóðbreytingu sem fram kom á 16. öld, það er afkringingu á -jö-. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Háskólan...

Nánar

Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?

Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...

Nánar

Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?

Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin. Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne....

Nánar

Er orðið ógnanir til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...

Nánar

Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?

Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...

Nánar

Fleiri niðurstöður