Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 132 svör fundust

Er 'inri' jafn heilagt og kross?

Þessir stafir eru skammstöfun á áletruninni sem var negld yfir höfði Krists á krossinum. Stafirnir þýða I = Jesús, N = Nazarenus, þ.e. frá Nazaret, R = rex, þ.e. konungur og I = Judaeorum, þ.e. Gyðinga. Þar sem þetta tákn er svo nátengt krossinum getum við ábyggilega sagt að þau séu jafn heilög. Mynd:...

Nánar

Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?

Í Tómasarguðspjalli eru varðveitt á annað hundrað munnmæla sem eignuð eru Jesú. Munnmælin minna um margt á spakmæli eins og Orðskviði Gamla testamentisins. Tómasarguðspjall tilheyrir svonefndum apókrýfum ritum Nýja testamentisins en það hugtak er meðal annars notað um ákveðin rit sem urðu útundan þegar safnað v...

Nánar

Hvenær byrjar kirkjuárið og hvers vegna?

Kirkjuárið er byggt upp í samræmi við hugmyndir kristninnar um ævi Jesú Krists á jörðu og líf kirkju hans eftir að hann steig upp til himna. Þess vegna byrjar kirkjuárið með aðventunni, þegar við bíðum þess að Jesúbarnið fæðist á jólum....

Nánar

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?

Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öl...

Nánar

Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Árna Gunnlaugssonar: Hver er meginuppistaðan í kenningum vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Christ, Scientist eða Christian Science og verða henni gerð skil í þessu sv...

Nánar

Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ek...

Nánar

Í hvaða trúfélögum eru Íslendingar?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 58 trú- og lífsskoðunarfélög löglega skráð hér á landi þann 1. janúar 2023. Í töflunni hér að neðan eru þessi félög talin upp og tiltekinn sá fjöldi sem skráður er í hvert trúfélag eða lífsskoðunarfélag sem og hlutfall þessa fjölda af heildarfjölda Íslendinga. Upplýsingarnar eru f...

Nánar

Er til eitthvað sem heitir leiðrétt siðblinda?

Í hversdagslegu máli er sjaldan talað um blindu nema hún sé varanleg. Þegar blinda er tímabundin eða læknanleg er það yfirleitt tekið sérstaklega fram. Snjóblinda getur verið dæmi um slíkt. Bókmenntir og dægurmiðlar gefa oft til kynna að fólk sem er varanlega blint þjálfist í að beita öðrum skilningarvitum. Það ka...

Nánar

Hvað þýðir passía?

Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...

Nánar

Hvers vegna er kross tákn kristninnar?

Vegna þess að Kristur dó á krossi. Upphaflega gátu kristnir menn ekki hugsað sér að nota krossinn sem tákn sitt vegna þess að hann var aftökutæki líkt og gálgi eða byssa nú á dögum. Þegar lengra leið frá dauða Krists og áhersla var lögð á upprisu hans og sigur yfir dauðanum hætti krossinn þó að vera svo ógnvekjand...

Nánar

Hvað þýðir INRI?

Í Jóhannesar guðspjalli 19. kafla er fjallað um krossfestingu Jesú. Í 19. og 20. versi stendur:Pílatus hafði ritað yfirskrift og sett hana á krossinn. Þar stóð skrifað: Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga. Margir Gyðingar lásu þessa yfirskrift, því staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og þ...

Nánar

Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum?

Notkun tölunnar þrír í ævintýrum er sennilega tilkomin vegna þess að frá örófi alda hefur hún verið talin afar máttug og einnig vegna þess að í frásagnarlist er endurtekning stílbragð sem getur magnað upp spennu. Talan þrír hefur löngum þótt búa yfir yfirnáttúrulegum krafti ásamt fleiri tölum, til dæmis 7, 9 o...

Nánar

Af hverju var Jesús með lærisveina?

Frá þessu er sagt í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Átti Jesús konu og er vitað hvað hún hét? Þar segir Hjalti:Um það leyti sem Jesús varð fullorðinn (um 30 ára aldur) tók hann að ferðast um og kenna fólki. Slíkir farandkennarar eða ferðaprédikarar sem voru margir á þessum tíma gengu almennt ekki í hj...

Nánar

Fleiri niðurstöður