Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 444 svör fundust

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

Nánar

Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?

Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...

Nánar

Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?

Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...

Nánar

Hvað er innst inni í jörðinni?

Vísindamenn hafa hugmyndir um innri gerð jarðar úr ýmsum áttum. Jarðskjálftamælingar sýna að í miðju jarðar er kúlulaga jarðkjarni með um 3470 km geisla (radíus). Allra innst er svonefndur innri kjarni sem er aðallega úr járni. Þar fyrir utan er kjarni úr fljótandi efni, uppistaðan í honum er einnig talin vera jár...

Nánar

Hvað er sólin stór?

Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur fram að sólin er langstærsta fyrirbæri sólkerfisins. Hún er 340.000 sinnum þyngri en jörðin og svo stór að 109 jarðir kæmust þvert í gegnum hana. Frekari fróðleik um sólina má finna á Stjörnufræðivefnum....

Nánar

Hvenær varð alheimurinn til?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum til að finna aldur alheimsins og þessum aðferðum ber ekki alveg saman. Auk þess þróast aðferðir og hugmyndir ört. Um þessar mundir telja flestir aldur alheimsins vera á bilinu 11-20 milljarðar ára og margir þrengja bilið frekar og tala um 12-14 milljarða. Þetta er gífurlega lan...

Nánar

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...

Nánar

Er ársmeðaltal dagsbirtu á jörðinni alls staðar það sama?

Svarið við þessari spurningu er að finna á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands, í pistlinum Hlutfall birtu og myrkurs á jörðinni eftir Þorstein Sæmundsson. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi? Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð f...

Nánar

Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?

Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna: Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lö...

Nánar

Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?

Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...

Nánar

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?

Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...

Nánar

Hvað er miðbaugur langur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða breiddarbaugur er lengstur?Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?Hvert er ummál jarðar um miðbaug? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðark...

Nánar

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Fleiri niðurstöður