Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 296 svör fundust

Hvað er vísindaleg aðferðafræði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er vísindaleg aðferðafræði? Hver eru helstu skref vísindalegrar aðferðafræði? Svarið við þessari spurningu er bæði umdeilt og flókið. Ástæðan er meðal annars sú að aðferðafræði vísinda er afar ólík á milli vísindagreina – til dæmis notast félagsvísindi oft við...

Nánar

Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?

Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...

Nánar

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021

Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020...

Nánar

Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...

Nánar

Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram? Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar. Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey m...

Nánar

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?

Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...

Nánar

Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?

Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt. Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alve...

Nánar

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

Nánar

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?

Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...

Nánar

Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?

Kjarnorka er ein tegund orku og nafnið fær hún af því að upptök hennar eru í kjörnum atóma. Að þessu leyti er kjarnorka ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorka í bensíni sem verður til þegar sameindir í bensíninu rofna, taka til sín súrefni og atómin raða sér síðan aftur upp í minni sameindir. Í kjarnorkuverum er ke...

Nánar

Hvað er eind?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"? Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað ...

Nánar

Af hverju er Grænihryggur grænn á litinn?

Spurningarnar hljóðuðu svona í heild sinni: Af hverju er Grænihryggur svona grænn á litinn? Af hverju stafar græni liturinn? Hvaða efni eða efnasamband gerir bergið grænt í Grænagili inn í Landmannalaugum? Grænn litur á bergi bendir oftast til ummyndunar, því steindir sem einkenna ummyndun eru iðulega græna...

Nánar

Fleiri niðurstöður