Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 109 svör fundust

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...

Nánar

Hver er höfuðborg Brúnei?

Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...

Nánar

Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?

Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr. Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007). Ekki er með fullu ljóst hvernig daga...

Nánar

Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?

Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél. Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Ra...

Nánar

Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?

Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...

Nánar

Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?

Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...

Nánar

Hverjar eru helstu uppfinningar Kínverja til forna?

Vísindaleg nálgun í Kína til forna markaðist mjög af hagnýtum sjónarmiðum landbúnaðarsamfélagsins í óhjákvæmilegu samspili sínu við náttúruna. Heimsfræði Kínverja á síðustu öldum fyrir Krist mótaðist út frá hinu forna spádómskerfi breytinganna (Yijing eða I Ching 易經). Markmiðið var að miklu leyti það...

Nánar

Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?

Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...

Nánar

Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?

Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...

Nánar

Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð?

Steinkol myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Það umhverfi sem helst leiðir til kolamyndunar er votlendi þéttvaxið trjám og öðrum gróðri. Trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatnið, verða vatnsósa og sökkva. Þá einangrast viðurinn frá súrefni andrúmsloftsins en bakteríur halda áfram...

Nánar

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

Nánar

Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?

Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins...

Nánar

Fleiri niðurstöður