Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 697 svör fundust

Hvaða fyrirtæki er fjölmennast á Íslandi? En í heiminum?

Það getur verið álitamál hvað ber að telja til fyrirtækja í þessu samhengi, til dæmis hefur Rauði herinn í Kína sennilega fleiri menn á launum en nokkur önnur stofnun í heimi. Það er þó vart hægt að líta á heri sem fyrirtæki og því virðist Indverska járnbrautafélagið hafa vinninginn en þar störfuðu rétt ríflega ei...

Nánar

Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?

Vísindamenn telja að það dýr sem hafi besta lyktarskynið sé fiðrildi af ættbálknum Lepidoptera. Fremstur á meðal jafningja í ættbálknum hvað lyktarskyn varðar er karldýr keisarafiðrildisins (Eudia pavonia) en lyktarskyn þess er gríðarlega næmt. Keisarafiðrildið hefur 55 til 75 millimetra vænghaf en kvendýrin er...

Nánar

Af hverju er fyrsti apríl svona merkilegur?

Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt, til dæmis með því að hrekkja og gabba fólk. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Hægt er að lesa meira ...

Nánar

Hvaða ár urðu símar til?

Talsíminn var fundinn upp um eða eftir miðja 19. öld. Ekki er fullkomið samkomulag um hver eigi heiðurinn að þessari uppfinningu. Þó er ljóst að Alexander Graham Bell (1847-1922) fékk einkaleyfi fyrir símtæki 7. mars árið 1876. Lesa má nánar um Bell í svari Ulriku Anderson við spurningunni Hver fann upp símann...

Nánar

Hvað er Werdnig-Hoffman veiki?

Werdnig-Hoffman veiki (e. Werdnig Hoffman disease, infantile spinal muscular atrophy) er arfbundinn vöðvarýrnunarsjúkdómur. Hann orsakast af hrörnun hreyfitaugafrumna í mænu og heilastofni. Veikin kemur yfirleitt í ljós í móðurkviði eða fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Á síðustu mánuðum meðgöngu gætu fósturhreyfi...

Nánar

Hvað er fjarlægasta fyrirbærið í himingeimnum langt í burtu í ljósárum?

Í dag eru framfarir í stjarnvísindum svo örar að hætt er við að svar þetta verði úrelt stuttu eftir að það birtist. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er fjarlægasta fyrirbæri himingeimsins dulstirni eða kvasi. Dulstirnið er staðsett nálægt Sextantsmerkinu en áætluð fjarlægð til þess er um 10 eða 12 milljarðar ljósára. ...

Nánar

Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?

Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kem...

Nánar

Af hverju má ljúga þann 1. apríl?

Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...

Nánar

Til hvers þurfum við tær?

Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...

Nánar

Af hverju eru holur á tunglinu?

Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni. Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 ...

Nánar

Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?

Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni þess að nota orðið "kúla" þegar verið er að tala um milljón? Að því er mér skilst kom orðið kúla í merkingunni ‘milljón’ fram á árunum 2007–2008 eða jafnvel aðeins fyrr. Orðið í þessari merkingu er því ekki í Íslenskri orðabók en ekki heldur í Íslenskri nútímamáls...

Nánar

Hvar er mamma?

Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðinga...

Nánar

Leggjast ísbirnir í dvala?

Svarið við þessari spurningu er það að sumir ísbirnir leggjast í dvala. Hér er reyndar ekki um svokallað vetrarhíði (hibernation) að ræða líkt og þekkist meðal margra annarra spendýrategunda þar sem hægist verulega á hjartsláttartíðni og líkamshiti fellur niður í allt að 0°C. Hitastig ísbjarna, eins og annarra bja...

Nánar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

Nánar

Fleiri niðurstöður