Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 619 svör fundust

Hver er skyldleiki kengúra við aðrar tegundir og hvernig þróuðust þær?

Vísindamenn telja að aðskilnaður á milli legkökuspendýra og pokadýra hafi orðið á meðan risaeðlur ríktu enn á jörðinni. Ennfremur sýna nýlegar rannsóknir að þriðji hópur spendýra, nefdýr (Monotremata), en til hans heyra breiðnefur og mjónefur, hafi skilist frá fyrrnefndu tveimur flokkunum nokkuð fyrr. Hvenær þetta...

Nánar

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...

Nánar

Hvaða dýr búa í Kongó?

Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi. Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til stað...

Nánar

Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?

Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...

Nánar

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

Nánar

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?

Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...

Nánar

Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Til hvaða álfu teljast Kanaríeyjar?Í hvaða heimsálfu er Grænland, Evrópu eða Norður-Ameríku?Í hvaða heimsálfu er Kína? Það má nota ýmsar leiðir til þess að finna út hvaða heimsálfu lönd tilheyra. Ein leið er sú að skoða landabréfabók en þar er oftast hægt að sjá til hvaða heimsá...

Nánar

Hver var Tycho Brahe?

Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom h...

Nánar

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

Nánar

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

Nánar

Fleiri niðurstöður