Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1256 svör fundust

Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?

Tvær náskyldar hafarnartegundir skipta með sér norðurhveli jarðar. Örninn, eða haförninn (Haliaeetus albicilla), er útbreiddur frá Vestur-Grænlandi til Austur-Síberíu. Skallaörninn, eða hvíthöfðaörn (Haliaeetus leucocephalus), nær frá Aljútaeyjum austur um Alaska og Kanada til Nýfundnalands og allt suður til nyrst...

Nánar

Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?

Bæði þýska og hollenska teljast til germanskra mála. Vaninn er að skipta germönskum málum í þrjá hópa: Þýska og hollenska teljast til vestur-germönsku, gotneska taldist til austur-germönsku og Norðurlandamálin tilheyra flest norður-germönsku. Vestur-germönsk mál greindust snemma í mállýskur. Hollenska varð upph...

Nánar

Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...

Nánar

Hvað er monsún og hvernig myndast hann?

Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...

Nánar

Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?

Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...

Nánar

Mig langar að vita allt um þorskinn.

Þorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið okkar verðmætasti nytjafiskur og er svo enn í dag. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar árlega veitt á bilinu 200-400 þúsund tonn af þorski og hefur útflutningsverðmæti hans numið tugum milljarða króna. Fyrir utan svæðið umhverfis Ísland finnast nokkrir s...

Nánar

Er til íslensk hjátrú um norðurljós?

Ekki er mikið um íslenska hjátrú sem tengist norðurljósum. Þó eru einstaka dæmi um slíkt. Sagt er að mikil hreyfing norðurljósa og litbrigði viti á hvassviðri en liggi þau kyrr sé von á stillum. Einnig telja sumir að þegar norðurljós sjáist seint á vetri sé enn að vænta snjókomu. Rauð norðurljós eru ófriðarboð...

Nánar

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?

Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...

Nánar

Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?

Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd). Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4...

Nánar

Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur?

Löng hefð er fyrir veiðum á hákarli á Íslandsmiðum. Þegar talað er um hákarlaveiðar við Ísland er nær einungis átt við veiðar á grænlandshákarli (Somniosus microcephalus). Nokkrar aðrar hákarlategundir koma þó í veiðarfæri skipa hér við land. Samkvæmt aflatölum Fiskistofu fyrir árið 2013 voru fimm tegundir háka...

Nánar

Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?

Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, a...

Nánar

Hvernig var dýralífið á ísöldunum?

Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...

Nánar

Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkami...

Nánar

Fleiri niðurstöður