Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1217 svör fundust

Hvaða fuglar búa á norðurpólnum?

Á norðurpólnum, nyrsta punkti jarðar, er ekkert land heldur aðeins haf sem þakið er ís allan ársins hring. Dýralíf á norðurpólnum er afar fátæklegt og eflaust má dvelja þar lengi án þess að sjá nokkuð kvikt. Hvítabirnir (Ursus maritimus) fara sjaldnar norður fyrir 82° N vegna lítils fæðuframboðs. Þó hafa hvíta...

Nánar

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...

Nánar

Hvernig er dýralífið í Sahara?

Sahara-eyðimörkin er sú stærsta í heimi. Hún er um 5.000 kílómetrar frá austri til vesturs og 2.000 kílómetrar frá norðri til suðurs. Sahara nær yfir nánast alla Norður-Afríku og þekur um þriðjung heimsálfunnar. Eyðimörkin nær frá Atlantshafinu í vestri, að Rauðahafinu í austri og frá Atlasfjöllunum og Miðjarðarh...

Nánar

Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni?

Kolmunni (Micromesistius poutassou, e. blue whiting) er af þorskfiskaætt (Gadidae) eins og nokkrir af þekktustu nytjafiskum Íslandsmiða, svo sem þorskur (Gadus morhua), ýsa (Melanogrammus aeglefinus), ufsi (Pollachius virens) keila (Brosme brosme) og langa (Molva molva). Kolmunni getur orðið allt að 50 cm á le...

Nánar

Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?

Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hver...

Nánar

Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...

Nánar

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?

Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...

Nánar

Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?

Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltin...

Nánar

Er til flautumál á Kanaríeyjum?

Á eyjunni La Gomera, sem er ein af þeim sjö eyjum sem mynda Kanaríeyjar, er til einstakt mál þar sem flaut er notað í stað orða. Flautið heitir á mannamáli el silbo og var áður fyrr notað af bændum og fjárhirðum til að ræða saman þrátt fyrir að miklar vegalengdir skildu menn að. Með ‘el silbo’ er hægt að f...

Nánar

Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?

Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?

Skjaldbökur eru frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Í dag er talið að þekktar skjaldbökutegundir séu alls 348 og 119 undirtegundir. Af þessum tegundum eru aðeins sjö tegundir svokallaðra sjávarblaka, aðrar lifa í fersku vatni eða á landi. Helsta einkenni skjaldbaka er vitanlega skjöldurinn sem umlykur skrok...

Nánar

Fleiri niðurstöður