Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1225 svör fundust

Hvað er San Andreas sprungan?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endi...

Nánar

Myndi áttaviti á suðurpólnum snúast í hringi?

Svarið er í aðalatriðum já; áttaviti á syðra segulskauti jarðar mundi snúast í hringi og ekki stöðvast við neina sérstaka stefnu. En vert er að taka eftir því að þetta á við segulskautið en ekki heimskautið sjálft, en alllangt er þar á milli. Það sama á við um norðurskautið. Ef við erum stödd á norðurpólnum lig...

Nánar

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Þurrlendi jarðarinnar skiptist í nokkra meginhluta sem kallaðir eru heimsálfur. Hver hluti er nokkurn veginn samfellt landflæmi en nærliggjandi eyjar eru taldar með. Orðið álfa var upprunalega hálfa en h-ið hefur fallið brott. Heimsálfurnar eru sjö: Afríka, Asía, Evrópa, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suð...

Nánar

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Nánar

Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?

Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins. Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó ofurhæ...

Nánar

Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?

Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið: Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru ...

Nánar

Af hverju brotnaði Pangea upp?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land? Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea? Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og t...

Nánar

Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum?

Í örstuttu máli þá getur þú ráðið því! Hnettinum er skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga og er grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama. Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum alveg nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami ...

Nánar

Eru Kanaríeyjar í Afríku?

Samkvæmt hefð er heiminum skipt upp í nokkrar heimsálfur. Um þá skiptingu er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Þótt ekki séu allir sammála um það nákvæmlega hvar draga beri mörk á milli heimsálfa þá er í flestum tilfellum einfalt að segja til hvaða heimsálfu lönd t...

Nánar

Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?

Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem ...

Nánar

Hvað búa margir í Suður-Ameríku?

Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast ...

Nánar

Hvernig er óðal snæuglu?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...

Nánar

Hvernig líta eyruglur út?

Eyruglur (Asio otus) lifa á norðlægum svæðum í Evrópu og Rússland og allt austur til Japan. Hún finnst einnig á tempruðum svæðum Norður-Ameríku. Í Norður og Austur-Afríku eru til staðbundnir stofnar. Í sumar (árið 2003) var í fyrsta sinn staðfest varp eyruglu hér á landi, nánar tiltekið í Þrastaskógi í Grímsnes...

Nánar

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

Nánar

Fleiri niðurstöður