Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1879 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?

Ólöf Ásta Ólafsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þótt ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg er hún ung háskólagrein. Þegar ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands árið 1996 tók Ólöf Ásta að sér að fylgja ljósmóðurfræðinni úr hlaði og þróa frá grunni námsskrá í ljósmóðurfræði á háskólastigi b...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað?

Benedikt Hjartarson er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans liggja á sviði sögulegrar orðræðugreiningar og menningarsögu og hefur hann einkum beint sjónum að fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Meginviðfangsefni rannsóknanna hafa verið...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?

Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði. Kandídatsritgerð hans fjallaði um orðaröð nútímamáls og hann hélt áfram rannsóknum á því sviði um tíma en ...

Nánar

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

Nánar

Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?

Linus Carl Pauling var fæddur í Portland, Oregon 1901. Faðir hans var Herman Henry William Pauling, lyfsali af þýsku ætterni en móðir hans var Lucy Isabella Darling af ensk-skosku ætterni. Pauling var einn af áhrifamestu vísindamönnum tuttugustu aldarinnar. Hann var afburðavísindamaður í fræðilegri efnafræði og...

Nánar

Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?

Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir...

Nánar

Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór?

Heili Einsteins var breiðari en heilar úr öðrum mönnum en hins vegar ívið léttari. Óvenjulegt mynstur fannst á því svæði heilans sem tengist hæfni í stærðfræði og rúmfræði. Taugafrumur á ákveðnum stöðum virtust líka liggja þéttar saman en venjulegt er. Frekari rannsóknir væru þó æskilegar til að staðfesta þetta be...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað?

Sigrún Lilja Einarsdóttir er dósent og forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst. Sigrún Lilja hefur stundað rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og félagsfræði listgreina. Árið 2016 hlaut Sigrún styrk sem kenndur er við Marie Sklodowska-Curie til að vinna að rannsóknarverkefni á menningarpólitís...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?

Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum in...

Nánar

Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...

Nánar

Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...

Nánar

Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé.

Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland? Kunnasta tegundin ber latneska heitið Somniosus microcephalus og heitir einfaldlega hákarl á íslensku en gengur einnig undir heitinu grænlandshákar...

Nánar

Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?

Kenningin um Uberman-svefnhringinn virðist hafa komið fyrst fram á bloggsíðu árið 2000.1 Í henni kristallast sú hugmyndafræði að manninum sé ekki eðlislægt að sofa í nánast samfelldri lotu einu sinni á sólarhring, en slíkt kallast á fræðimáli monocyclic-svefn. Maðurinn og líklega flestir prímatar hafa þróað með...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?

Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans en meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Hann hefur samhliða starfi sínu stundað vísindarannsóknir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknarstörf hans hófust á t...

Nánar

Fleiri niðurstöður